Úbbs þá er komið að játningunni, "Hvers vegna hefur ekki komið neitt BLOGG" Æi jesus maður verður víst að fá að hafa alla sýna galla og þar sem ég er nú ekki betur af Guði gerður en þetta þá lenti þetta allt út um læri og maga hjá mér.
Sumir skilgreina þetta sem lægð, aðrir sem andlega þreitu,og enn aðrir sem þunglyndi, ég hallast ekki að þunglyndi en öll getumm við fengið nóg, og ég giska á að ég hafi ekki haft nóga orku handa ykkur öllum þennan síðasta túr, svo sorry, öll mín orka fór í að halda mér sjálfum og þeim sem mér unnu gangandi og það var satt best að segja engin afgangur. "En allt tekur enda" og núna er ég komin heim í flangþráð frí, þar sem að maður getur hlaðið batterín aftur.
Eins og ég sjálfur veit þá verður mér fyrirgefið þessi blogggloppa.. Sjáumst hress :).

Lenti í keflavík eldsnemma í morgun og var orðin eins og tussa breidd á klett eftir ferðalagið, sem var á tímum mjög skrautlegt en hafðist allt fyrir rest.
Mamma og Hanna Dóra voru mættar til að sækja mig og geystumst við í bæinn, og lenti ég beint í morgunmat hjá Litlu systur sem var að hennar vanda vel útilátin, Pabbi og Gunni voru að skreiðast á fætur þegar við komum og var mikið gaman að hitta þau öll, meira segja loðdýrið virtist ánægt með að sjá mig.
Eftir morgunmatinn skreiddist ég í bælið og lagði mig fram til ellefu, þá hringdi ég í bossinn og gekk frá flugi norður.
Eftir hádegið fór allt slektið á útskriftina hjá Gunna en ég morraði heima og beið eftir útskriftarveislunni. Klukkan fjögur vorum við’ svo öll mætt í útskriftarveisluna og var mikið fjör í henni, Thelma systir og partur af grislingunum hennar mætti og Anna María var með sína grislinga þarna svo að maður sá nokkra af ættingjunum.
Eftir veisluna keyrðu mamma og pabbi mér svo út á völl og flaug ég norður.
Guðný og krakkarnir biðu á vellinum og það var mikið gaman að sjá þau aftur.
Köttur úti í mýri úti er ævintýri, THE END for to day.
Bið Guð almáttugan og hans englahirð að vaka yfir ykkur.
><((Hörður))°>



<°((Hörður))><

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi