Sunnudagurinn 8 júní.
Mikið var gott að komast heim eftir allan þennan tíma í burtu, og innsiglaði ég það með því að sofa fram yfir hádegi.
Veðrið hefur verið frábært og viðraði fínt á fermingarbörnin á Dalvíkinni, við lentum í tveim veislum svo að hérna verður ekki eldað í kvöld ;).
Seinnipartinn setti ég svo vélhestinn minn í gang og liðkaði hann örlítið, ekki veitti honum af eftir vetursetuna og var viljugur og sprækur.
Þetta er nú það helsta.
Bið Guðs engla að vaka yfir ykkur hvar sem þið eruð.
><((Hörður))°>
Mikið var gott að komast heim eftir allan þennan tíma í burtu, og innsiglaði ég það með því að sofa fram yfir hádegi.
Veðrið hefur verið frábært og viðraði fínt á fermingarbörnin á Dalvíkinni, við lentum í tveim veislum svo að hérna verður ekki eldað í kvöld ;).
Seinnipartinn setti ég svo vélhestinn minn í gang og liðkaði hann örlítið, ekki veitti honum af eftir vetursetuna og var viljugur og sprækur.
Þetta er nú það helsta.
Bið Guðs engla að vaka yfir ykkur hvar sem þið eruð.
><((Hörður))°>
Ummæli