Og þá er komið að Blogginu eina ferðina enn.
Var komin á fætur á kristilegum tíma í morgun og var að brasa hitt og þetta fram að hádegi. Þá náði ég í þrjár póstkröfur og setti svo nýja varahlutinn í vélfákinn það var létt verk og löðurmanslegt.
Eftir hádegið fékk ég mér svo rúnt á vélfáknum og brunaði fyrst fram í sveit en renni svo út í Ólafsfjörð um Múlann, múlinn var nokkuð greiðfær þó að sumstaðar hafi verið þæfingur vegna grjóthruns sem safnast hafði á veginn.
Á Ólafsfirði rétt slapp ég fyrir horn þegar staurblint gamalmenni reyndi að keyra mig niður, já ég veit satt best að segja ekki hvernig þetta slapp en djöfull var það tæpt.
Mér finns persónulega að það ætti að taka fólk í ökutékk annað hvert ár eftir sextíu og fimm ára aldur því að sumt af þessu fólki hefur ekkert með bílpróf að gera og er sjálfum sér og öðrum til stórhættu í umferðinni, auðvitað eru það svo þessir fáu einstaklingar sem skapa tóninn fyrir allt fólk á þessum aldri, en þetta mætti leysa með því að grisja þessa bjána út og klippa skírteinið hjá þeim.
Þetta þykir sjálfsagt einhverjum gróft hjá mér en vitið til viðhorfið breytist ef einhver þessara gamlingja keyrir í hliðina á ykkur eða stórslasar einhvern ykkur nákomin.
Ég held satt best að segja að sumir þessir einstaklingar keyri bara eftir minni eða gömlum vana.
En nóg um umferðina, og allt hennar böl.
Ég tók svo fóður á fákinn brunaði til baka reynslunni ríkari.
Seinnipartinn fór ég svo og hjálpaði Huldu Signýu vinkonu minni að flytja og gekk það bara nokkuð vel, enda vinna mergar hendur létt verk og var nóg að hjálpinni.
Þegar því var lokið brunaði ég heim í kvöldmatinn og tróð mig út þangað til að ég var orðin eins og stoppaður Grís og gat mig hvergi hrært.
En nóg af bullinu í bili, og liðkum brosvöðvana:

Walking the Dog
A little girl asked her Mom, "Mom, may I take the dog for a walk
around the block?"
Mom says, "No, because the dog is in heat."
"What's that mean?" asked the child.
"Go ask your Father. I think he's in the garage".
Little girl goes to the garage and says, "Dad, can I take Susie for a
walk around the block. I asked Mom but she said the dog was in heat
and that I should ask you".
Dad said, "Bring Susie over here".
He took a rag, soaked it with gasoline, and scrubbed the dog's butt
with it and said, "Ok, you can go now but keep Susie on the leash and
only go one time around the block".
Little girl left and returned a few minutes later with no dog on the
leash.
Dad said, "Where's Susie?"
Little girl said, "Susie ran out of gas about halfway down the block
and there's another dog pushing her home".

Coming Clean
A lady was quarreling with her maid, and the maid decided to tell her some home truths.
"I'll tell you, madam" she said "That your husband has told me himself that he thinks I am a better housekeeper, cook and laundress than you are! AND he thinks I am prettier. But that's not all--I am better than you in bed!"
"I suppose he told you that too" demanded the lady.
"No" she replied "The gardener told me

Bið Guð almáttugan og hans vermdarengla að vaka yfir ykkur hvar sem þið kunnið að vera.
><((Hörður))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi