18.08.2003..::Coral::..
Maður verðu að segja kórall í stað þess að bölva eins og Svampur Sveins ;).
Það volgnar heldur á okkur og fór yfirborðshitinn upp í 19,5°C í gærkvöldi, við kipptum svo vestar í nótt og erum að skrattast vestur undir línu með Eyborginni.
Auðvitað er bras á okkur, bölvaðir hlerarnir duttu saman þegar ég byrjaði að hífa í dag og tók það okkur um tvo tíma að koma þessu í rétt horf aftur.
Ekki veit ég hvað er að hlaupa í þessa hlera en þetta er í annað skiptið sem þetta gerist í túrnum ,(, ég breytti stillingunni á þeim í það horf sem ég var með þá áður, en þeir voru búnir að auka í þeim skverin meðan ég var í burtu, vonandi verður það til bóta.
Annars kæmi mér ekki á óvart þótt þessir garmar væru að syngja síðustu sónertuna í lífshlaupi sínu.
Það fjölgaði aðeins hjá okkur í gærkvöldi en þá náðum við einhverjum smáfugli, mér fannst að þetta væri Svala eða einhver Svölutegund en Hannes vildi hafa þetta Finku, hvaða tegund sem þetta nú er gistir hún í körfu hérna hjá okkur og virðist spjara sig, 7-9-13 knok knok en eins og flestir vita þá gengur oft illa að halda lífi í þessum sjóhröktu fuglum.
Og alltaf er eitthvað til að gleðja mann á þessari hamingjufleytu núna er straumurinn svo mikill að við höldum ekki stefnu og fer nú dollan bara þangað sem hún vill með okkur bjánana innanborðs, henni er örugglega skemmt ef hún getur gert manni lífið leitt. Ekki er neitt við því að gera en þessi bátur er eins og belja á svelli undir veiðarfærum og hefur maður stundum á tilfinningunni að það sé bara sýnishorn af stýri undir dósinni ;). Læt þetta nægja af afrekum dagsins........
Bið almáttugan Guð að líta til með ykkur og lóðsa ykkur frá öllu óþarfa veseni og leiðindum.
<°((()>< Hörður ><()))°>
Maður verðu að segja kórall í stað þess að bölva eins og Svampur Sveins ;).
Það volgnar heldur á okkur og fór yfirborðshitinn upp í 19,5°C í gærkvöldi, við kipptum svo vestar í nótt og erum að skrattast vestur undir línu með Eyborginni.
Auðvitað er bras á okkur, bölvaðir hlerarnir duttu saman þegar ég byrjaði að hífa í dag og tók það okkur um tvo tíma að koma þessu í rétt horf aftur.
Ekki veit ég hvað er að hlaupa í þessa hlera en þetta er í annað skiptið sem þetta gerist í túrnum ,(, ég breytti stillingunni á þeim í það horf sem ég var með þá áður, en þeir voru búnir að auka í þeim skverin meðan ég var í burtu, vonandi verður það til bóta.
Annars kæmi mér ekki á óvart þótt þessir garmar væru að syngja síðustu sónertuna í lífshlaupi sínu.
Það fjölgaði aðeins hjá okkur í gærkvöldi en þá náðum við einhverjum smáfugli, mér fannst að þetta væri Svala eða einhver Svölutegund en Hannes vildi hafa þetta Finku, hvaða tegund sem þetta nú er gistir hún í körfu hérna hjá okkur og virðist spjara sig, 7-9-13 knok knok en eins og flestir vita þá gengur oft illa að halda lífi í þessum sjóhröktu fuglum.
Og alltaf er eitthvað til að gleðja mann á þessari hamingjufleytu núna er straumurinn svo mikill að við höldum ekki stefnu og fer nú dollan bara þangað sem hún vill með okkur bjánana innanborðs, henni er örugglega skemmt ef hún getur gert manni lífið leitt. Ekki er neitt við því að gera en þessi bátur er eins og belja á svelli undir veiðarfærum og hefur maður stundum á tilfinningunni að það sé bara sýnishorn af stýri undir dósinni ;). Læt þetta nægja af afrekum dagsins........
Bið almáttugan Guð að líta til með ykkur og lóðsa ykkur frá öllu óþarfa veseni og leiðindum.
<°((()>< Hörður ><()))°>
Ummæli