..::Spretta::..
Það er ekki hægt að segja annað en að við höfum fengið á kjaftinn í gærkvöldi, en það slitnaði hjá okkur efrigrandari í köstun í gærkvöldi og druslan flettist frá toppvæng og nánast aftur að rist. Djísus kræst ég hélt að þetta væri ekki hægt en þetta reyndist samt möguleiki, enda man þessi fúadræsa tímana tvenna ,).
Þegar við vorum svo búnir að koma tuskunum inn gátum við farið að spá í eftirleiknum, þetta leit fáránlega illa út og sá ég sæng mína útbreidda með að morgundagurinn væri fokin og megnið af manskapnum yrðu eins og girðingarlykkjur yfir druslunni. En það er ekki alltaf allt sem það sýnist og vorum við tiltölulega fljótir að rússka þetta saman, eina sem endurnýja þurfti var fremsti hliðarvængurinn en hann var allur í döðlum og ekki séns að ljúga hann saman.
Maður verðu að segja eins og kerlingin “þetta gat verið verra ;)”.
Klukkan sex í morgun lagði svo druslan af stað í hafið eina ferðina enn öll stöguð og rimpuð ,). Já þetta fór fram úr mínum björtustu vonum og leystist ótrúlega vel.
Vonandi hangir svo þessi fúadræsa saman það sem eftir er af vertíðinni.
Þetta er allt í stíl hjá okkur, sé ég ekki annað en að ég verði að slá undan gömlu Congord hlerunum sem við fundum á öskuhaugunum á Siglufirði og prufa gömlu El Casador hlerana sem Andvari á , þótt að þeir séu minni í fermetrum þá trúi ég því varla að þeir séu latari en þessi spjöld sem við erum að bisa með núna, en þeir eru alveg að skíta á sig þegar þessi drulla er í sjónum og fúadræsan dregst eins og þvottapoki á eftir dollunni, en þetta kemur allt í ljós eftir túrinn ,) wish me luck!....
Að öðru leiti er lítið að frétta héðan, í ördeyðunni keppast menn við að segja ekki neitt og maður hrekkur við ef að það heyrist í talstöð.
Það var að einhver Asíubúi sem er á karfa að reina ná sambandi við Lóminn í dag en þeir voru svo niðursokknir í þögninni á Lómnum að þeir máttu ekkert vera að því að svara karl aumingjanum.
Tína Turner stendur bísperrt á fína bláa horror fætinum en Hannes á eftir að koma fyrir einhverjum vinkli eða prófíl neðan í loftið áður en hann signir verkið.

Og þetta verða lokaorð mín í dag.

Megi Guð og gæfan fylgja ykkur um öngstræti lífsins.

<°((()>< Hörður ><()))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi