..::Sveiflur::..
Það eru sveiflur í þessari blessuðu veiði ein og veðrinu, en þessi drottins dagur verður víst að flokkast undir niðursveiflu ;(.
Í dag er norðvestan golukaldi á hundaþúfunni en hlítt, sjórinn er 17°C og hitinn er ekki að hjálpa okkur þessa dagana, afköst frystikerfisins verða mun minni fyrir vikið og hráefnið er viðkvæmara og þolir illa bið í vinnslusölum dollunnar.
Hanna Dóra litla systir sendi mér svolítinn fréttapistil í gærkvöldi sem að ég hafði ansi gaman af honum, en helmingurinn var á færeysku og skyldu félagar mínir ekkert hvernig ég fór að því að klóra mig í gegn um þetta, en það var ekki snúið enda eru þessi mál mjög lík.
Ekki náðust fréttirnar í dag á stuttbylgjunni en við heyrðum af laxaveislunni á Norðfirði í gær, ég átta mig ekki á þessum látum, menn eru búnir að vera að missa eldislax úr kvíum í fleiri ár og það væri undarlegt kynferði ef ekki hefði orðið einhver blöndun á þessum stofnum fyrr.
Ég skil heldur ekki þessa hreinræktunaráráttu, þetta er farið að hljóma eins og Nasisminn sem hélt uppi stífri hreinræktunarstefnu, er ekki bara betra að þetta blandist aðeins? Svo að þetta úrkynjist ekki meira en orðið er?.
Þeir eru sjálfsagt ekki sammála mér þessir fyrirmenn sem geta borgað fleiri hundruð þúsund fyrir að standa í vatni upp í klof með fluguprikið í hendinni, það væri nú meiri endemis hneisan ef að þeir fengu svo eldislax á prikið, hvernig í ósköpunum ætti nú að útskýra það fyrir veiðifélögunum í koníakskofanum að þeir hefðu ekki veitt villilax heldur villtan eldislax sem hefði villst í sprænuna, nei það væri betra að koma með fluguhelvítið í rassgatinu frekar en að verða fyrir þeirri skömm að veiða villtan eldislax.
En þetta hlýtur að vera hvalreki á fjörur fréttamanna, nú þurfa þeir ekki að velkjast ælandi og drullandi um í hvalaskoðunarfleytunum á eftir hvalbátunum, nú geta þeir rölt um bryggjurnar á Neskaupstað og vísiterað mesta umhverfisslys síðan Chernobil geislaði sem mest um árið heimsbyggðinni til ama og leiðinda.
En nóg um Laxafárið og fréttasnápa í dag........

Ég ætla að óska eftir aðstoð himnaföðurins í að líta til með ykkur og bægja öllu illu og vondu á brott frá ykkar syndlausu sálum.

<°((()>< Hörður ><()))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi