..::Færsla::..
Í gær vorum við dregnir yfir að slippstöðinni og vonandi fer skipið upp í dag.
Ef allt gengur að óskum þá ætti stýrið að koma frá Íslandi á laugardaginn ;).
Útgerðarmaðurinn mætti seinnipartinn í gær til að taka á þessu púlsinn og sjá um lausu endana í öllu þessu brasi og koma öllu heim og saman.
Karlarnir eru úti að rústberja og skrapa og er hávaðinn af þessari vinnu þeirra alveg ótrúlegur, það er bara eins og maður sé lokaður inni í járndollu sem fjöldi manns keppist við að berja að utan, bang bong bang!!!!!!!!.
Ég fór í að setja upp aukaskjá fyrir autotrollið í gær og tókst það vonum framar, nú getur maður séð allar upplýsingarnar frá autoinu við hífingarpúltið sem er hinn mesti munur. Þetta var svo sem ekki mikið mál en það þurfti að koma köplunum undir brúna og leggja þá aftureftir og upp í skjáinn.
Það er alltaf verið að endurbæta þetta eitthvað og smátt og smátt sígum við upp brekkuna löngu og hálu ;).
Veðrið er búið að vera alveg frábært síðan við komum í land og hefur hitinn verið 25-30°C á daginn,það gerir það að verkum að það er að mestu ólíft inni í skipinu þegar líða fer á daginn, en þetta kemur sér vel fyrir strákana sem eru að vinna úti.
Þetta er nú það helsta sem á daga okkar hefur drifið.

Gangið á Guðsvegum.
<°((()>< Hörður ><()))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi