..::Slippur::..
Um hádegisbilið í gær var byrjað að undirbúa slipptökuna og vorum við komnir í lyftuna um tvöleitið.
Það gekk frekar rólega að stilla dallinn af og var kafari heillengi að troða einhverju spýtnarusli á milli sleðans og dollunnar.
Á endanum var svo dallurinn hífður upp í lyftunni, svo mætti jarðýta með dráttarbeisli og dró okkur inn á slippsvæðið. Þetta er helvíti flott og var okkur trillað lengst frá skipalyftunni.
Þegar búið var að stilla dollunni upp komu þeir með landganginn og við spóluðum niður til að skoða, ekkert stýri á dollunni en að öðru leiti var skrokkurinn í ágætisstandi. Slippararnir byrjuðu svo staks að háþrýsti þvo botninn og undirbúa botnmálun.
Í gærkvöldi var svo farið í heimsókn til Jeffs Simms og sogið upp úr nokkrum ölflöskum áður en við skruppum út á lífið ;).
Það var svo byrjað að rústbanka og berja klukkan átta í morgun en ég svaf þetta allt af mér og fór ekki fram úr bælinu fyrr en eftir hádegi ;).
Mér skilst svo að stýrið leggi af stað frá Íslandi í dag og verði komið til okkar á þriðjudag, þá verður vaðið í að koma því á dolluna og svo spólum við vonandi burt seinnipart vikunnar.
Ég bið svo Guð almáttugan að vaka yfir ykkur hvar sem þið eruð.
<°((()>< Hörður ><()))°>
Um hádegisbilið í gær var byrjað að undirbúa slipptökuna og vorum við komnir í lyftuna um tvöleitið.
Það gekk frekar rólega að stilla dallinn af og var kafari heillengi að troða einhverju spýtnarusli á milli sleðans og dollunnar.
Á endanum var svo dallurinn hífður upp í lyftunni, svo mætti jarðýta með dráttarbeisli og dró okkur inn á slippsvæðið. Þetta er helvíti flott og var okkur trillað lengst frá skipalyftunni.
Þegar búið var að stilla dollunni upp komu þeir með landganginn og við spóluðum niður til að skoða, ekkert stýri á dollunni en að öðru leiti var skrokkurinn í ágætisstandi. Slippararnir byrjuðu svo staks að háþrýsti þvo botninn og undirbúa botnmálun.
Í gærkvöldi var svo farið í heimsókn til Jeffs Simms og sogið upp úr nokkrum ölflöskum áður en við skruppum út á lífið ;).
Það var svo byrjað að rústbanka og berja klukkan átta í morgun en ég svaf þetta allt af mér og fór ekki fram úr bælinu fyrr en eftir hádegi ;).
Mér skilst svo að stýrið leggi af stað frá Íslandi í dag og verði komið til okkar á þriðjudag, þá verður vaðið í að koma því á dolluna og svo spólum við vonandi burt seinnipart vikunnar.
Ég bið svo Guð almáttugan að vaka yfir ykkur hvar sem þið eruð.
<°((()>< Hörður ><()))°>
Ummæli