..::Hvað ætti maður svo sem að segja?::..
Ósköp lítið að frétta, renndi út í Ólafsfjörð á hjólinu í gær og hitti Svan aðeins, ég hafði ætlað mér að fara lengra en í Ólafsfjörð en veðrið var eitthvað svo leiðinlegt að ég gaf það upp á bátinn og renndi heim aftur, ég þrumaði Múlann báðar leiði og er þá búin að fara þar um 3sinnum í sumar, það er nokkuð grjóthrun á veginum og nokkuð svig þarf til að komast um en allt kemur það með kalda vatninu.

Á morgun er stefnan sett á höfuðborgarsvæðið en Hjördís og Óli eru að fara á tónleika og við ætlum nota tækifærið og renna í borgina.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi