..::Sjaldnan launar kálfur ofeldið::..
Eða var þetta ekki einhvern vegin svona sem þetta er orðað? Nei mér datt þetta í hug þegar mér var hugsað til þeirra viðskiptahátta sem viðhafðir eru á sorglega mörgum vinnustöðum í dag, mér finnst að víða sé allt mannlegt sé horfið út í buskann og mannskepnan ryðjist áfram með græðgi og yfirgangi.
Ég hef samt orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að sjá báðar hliðarnar, og sem betur fer hefur þetta ekki alltaf verið svona, þótt mér finnist að sigið hafi á ógæfuhliðina í seinni tíð þar sem arðsemiskrafa hluthafana neyðir stjórnendur fyrirtækja út í hluti sem hefðu þótt siðlausir fyrir 20árum en þykja sjálfsagðir í dag. Já það má kannski til sannsvegar segja að “margur verður af aurum api!”.

Ég hef verið að lesa ansi athyglisverða bók sem á ensku heitir Beyond the Horizon, í þessari bók segir t.d: Ef það væri nægilega brýnt fyrir mönnunum, að með breytni sinni, hugsunum og notkun þeirra hæfileika, sem guð hefur gefið þeim, eru þeir í öllu lífi sínu að leggja grundvöllinn að framtíðargæfu sinni eða ógæfu í framlífinu, þá mundu þeir ekki binda hug sinn jafn fast við jarðneska hluti og raun ber vitni um. þessi bók kemur ansi mikið inn á manngæsku og kærleika, því miður virðist það víða vera á undanhaldi í veröldinni, þar sem allt virðist ganga út á að sölsa sem mestum auðæfum og völdum undir sig. Þá er ég búin að skammast nóg yfir grimmdinni, vonandi verður þetta til þess að einhver athugar sinn gang og reynir að rækta sálgarðinn sinn betur :).

Ég hef haft svolítið gaman af því að skoða vefmyndavélar hingað og þangað, þetta verða svona ferðalög án nokkurs hreyfings, stundum lendir maður inn á skemmtilegar vélar.
T.d rakst ég á þessar í myndavélar í Færeyjum, þær eru uppfærðar á 5sek fresti og hægt er að fletta milli myndavéla á flipanum efst í glugganum.
Ég hef komið nokkrum sinnum til Færeyja og í gegn um sjómennsku mína hef ég einnig kynnst nokkrum Færeyingum, það má segja að það sé skömm af því hvað við Íslendingar leggjum litla rækt við nágranna okkar Færeyinga og Grænlendinga en kannski kemur það til með að breytast í framtíðinni.

Ætli maður láti þetta ekki duga í bili :).
Vona að Guðs englar vaki fyrir ykkur öllum, og gefi ykkur góða helgi...

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi