..::Loksins komin heim í frí::..
Jæja þá er þessu úthaldi lokið og maður komin heim í frí, frí sem vonandi varir í tvo mánuði eða fram í endaðan ágúst.
Ég ætlaði nú að moka inn einhverjum myndum, t.d seríu af því þegar Gideon kvaddi yfirborðið og lagðist til hvílu á Flæmska Hattinum, en því miður þá tapaðist allur farangurinn minn á leiðinni heim svo að nú bíður maður milli vonar og ótta um að þetta skili sér heim, já það hlaut að koma að þessu en hingað til hef ég sloppið við töskutap á þessum ferðalögum mínum, það verður sjálfsagt að teljast til heppni frekar en hitt.
En þessi heimferð var eins og svo margar aðrar, maður flaug út og suður áður en lent var á Íslandi, það er frekar fúlt að geta ekki flogið beint frá Newfie sem tæki 3-3.5klst, nei það væri full einfalt, nú var rútan St.Johns-Toranto-London-Keflavík og fór rúmur sólarhringur í þetta pjakk með tilheyrandi töskutapi svefnleysi og vonbrigðum, en ljósi punkturinn er nú samt að maður hafði það heim á endanum hehehe.
Já þetta er allt sem ég hef að segja í bili.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi