..::Fyrirframgreiðsla::..
Hringdi í Frumherja og pantaði mér nýtt númer á hjólið í morgun, það tekur víst nokkra daga því fanganýlendan vinnur enga yfirvinnu hehe, ég varð að borga þetta fyrirfram annað kom ekki til greina. Þetta er kannski eitthvað sem koma skal, að maður byrji á að fá útborgað áður en maður byrjar að vinna, en líklega þarf maður að limlesta eða drepa einhvern áður en maður fær fyrirframgreitt fyrir vinnuna sína:):).
Þar sem að það viðraði ekki nógu vel fyrir garðslátt þá var því sveiflað aftur fyrir og geymt til betri tíma “Ámorgun segir sá lati!” en til hvers að gera það í dag sem hægt er að geima til morguns?.
Ég gerði aðra tilraun með reiðstígvélin í dag, slakaði aðeins upp á öllum smellum og þá gekk þetta mun betur, en þetta er ekkert ólíkt skíðaklossum, útbúnaðurinn á þessu dóti.
Svo linaðist þetta aðeins þegar maður fór að ríða um í græjunum, ég hnoðaðist inn allan Svarfaðardal og upp Heljardalsheiði þangað til snjórinn stoppaði frekari landvinninga.
Í kvöld sótti ég svo Hjördísi inn á flugvöll, og hvað haldið þið? Taskan hennar kom ekki norður með vélinni og það voru nokkrar hræður i þessari vél, ég var ekki mjög glaður þegar ég arkaði yfir að afgreiðsluborðinu og tilkynnti þessa handvömm þeirra.
Ég veit ekki hvað er að gerast í þessu flugsamgangnakerfi, það mætti halda að það væri einhver vírus í gangi þar, en ég reyndi samt að halda ró minni og vera ekki dónalegur þó að það hafi verið frekar stutt í mér. En vonandi skilar taskan sér sem fyrst.
Þegar við vorum búin að rekja raunir okkar þá fórum við út í bíl, ég smellti æfingaraksturs miðanum aftan á Súbbann og svo settist grislingurinn undir stýri og brunaði heim, það gekk reglulega vel hjá henni og var þetta nánast afskiptalaust af minni hálfu, það verður að segja að þá hafi aksturinn verið nánast óaðfinnanlegur, mér skilst að aðfinnsla og fullkomnunarárátta séu ættargalli sem fylgir hólmurum.
Læt þetta nægja í dag......................................
Hringdi í Frumherja og pantaði mér nýtt númer á hjólið í morgun, það tekur víst nokkra daga því fanganýlendan vinnur enga yfirvinnu hehe, ég varð að borga þetta fyrirfram annað kom ekki til greina. Þetta er kannski eitthvað sem koma skal, að maður byrji á að fá útborgað áður en maður byrjar að vinna, en líklega þarf maður að limlesta eða drepa einhvern áður en maður fær fyrirframgreitt fyrir vinnuna sína:):).
Þar sem að það viðraði ekki nógu vel fyrir garðslátt þá var því sveiflað aftur fyrir og geymt til betri tíma “Ámorgun segir sá lati!” en til hvers að gera það í dag sem hægt er að geima til morguns?.
Ég gerði aðra tilraun með reiðstígvélin í dag, slakaði aðeins upp á öllum smellum og þá gekk þetta mun betur, en þetta er ekkert ólíkt skíðaklossum, útbúnaðurinn á þessu dóti.
Svo linaðist þetta aðeins þegar maður fór að ríða um í græjunum, ég hnoðaðist inn allan Svarfaðardal og upp Heljardalsheiði þangað til snjórinn stoppaði frekari landvinninga.
Í kvöld sótti ég svo Hjördísi inn á flugvöll, og hvað haldið þið? Taskan hennar kom ekki norður með vélinni og það voru nokkrar hræður i þessari vél, ég var ekki mjög glaður þegar ég arkaði yfir að afgreiðsluborðinu og tilkynnti þessa handvömm þeirra.
Ég veit ekki hvað er að gerast í þessu flugsamgangnakerfi, það mætti halda að það væri einhver vírus í gangi þar, en ég reyndi samt að halda ró minni og vera ekki dónalegur þó að það hafi verið frekar stutt í mér. En vonandi skilar taskan sér sem fyrst.
Þegar við vorum búin að rekja raunir okkar þá fórum við út í bíl, ég smellti æfingaraksturs miðanum aftan á Súbbann og svo settist grislingurinn undir stýri og brunaði heim, það gekk reglulega vel hjá henni og var þetta nánast afskiptalaust af minni hálfu, það verður að segja að þá hafi aksturinn verið nánast óaðfinnanlegur, mér skilst að aðfinnsla og fullkomnunarárátta séu ættargalli sem fylgir hólmurum.
Læt þetta nægja í dag......................................
Ummæli