..:.Fljúgandi hálka::..
Mánudagur, ekki mikið í fréttum af mér og eða mínum.
Það er bullandi þíða og hrikalega hált í bænum, ég staulaðist á svellbunkunum niður í vinnu til Guðnýar í morgun og sótti bílinn. Rúllaði svo inn á Akureyri og náði í Hjördísi sem nennti ekki að hanga innfrá í allan dag og hringi því í pabba “viltu sækja mig?” hún er búin snemma á mánudögum og vill náttúrulega komast heim.
Eftir bæjarferðina fór ég til Brynju og heflaði aðeins af svalahurðinni hjá henni og lagaði læsinguna sem var að detta af, þar sem ég hafði ekkert annað að gera þá var þetta fín tilbreyting ;);). Að öðru leiti var dagurinn hverjum öðrum líkur, þ.e.a.s fyrir utan hálkuna.
Læt þetta nægja núna.
Farið varlega og passið ykkur í hálkunni..............

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi