..::Einhvernvegin svona var þetta::..
Áttum frábæra helgi í bústað á Illugastöðum, að vísu var veðrið ekkert sérstakt á föstudag og laugardag en sunnudagurinn bætti það upp því þá var alveg yndislegt veður.
Það er náttúrulega með þessa helgi eins og allt sem er skemmtilegt og gaman, hún leið allt of hratt.
Hjördís var svo orðin bullandi lasin þegar við komum heim og er búin að liggja í flensu síðan, hún átti flug suður í dag en það verður eitthvað að fresta því meðan flensan gengur yfir, leitt að greyið þyrfti að fá þennan óþverra.
Ég lenti fyrir þessum flensutrukk í vetur og hélt hreint út að ég væri að drepast. Ef ég mætti ráða þá setti ég flensur á bannlista, allar flensur nema kannski hvalskurðarhnífana sem kallaðir eru flensur ;).

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi