X-factor, í kvöld var náttúrulega horft á þann mæta þátt og sitt sýndist hverjum um ágæti keppendanna, persónulega fannst mér þetta rétt val hjá Einari að senda Gylfa heim, en fleira verður að gera en gott þykir.
Mér fannst aftur á móti færeyingurinn vera langbestur í kvöld og fékk hann mitt atkvæði, en mér þykja þær líka góðar stelpurnar í Gis og skil ekki alveg hversvegna þær lenda aftur og aftur í þessari aðstöðu.
En hvað sem því líður þá er eins dauði annars brauð og nú þegar Gylfi er farin út þá styrkir það þá gömlu ;).
En þótt ég hafi gaman að þessu þáttum þá raska þeir ekki mikið tilfinningunum hjá mér og ég er ekki í neinum vandræðum með að halda aftur af tárunum, ég lít frekar á þetta sem skemmtun og eitthvað til að hafa gaman af.
Það hefur örugglega glatt marga í Fjáreyjum að þeir skyldu fá að horfa á þetta beint í kvöld, enda er fulltrúi þeirra þeim til sóma og það vita þeir. Á net flakki mínu fyrir nokkrum dögum rakst ég á þessa líka fínu fréttina í Færeyskum netfréttamiðli, (hér er hún), vona að þið hafið eins gaman af henni og ég hafði.


Vona svo að þið eigið góða helgi.................

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi