Ég var búin að vera að berjast við vírus sem gróðursetti sig í tölvuna hjá okkur, það fór drjúgur tími í það seinnipartinn í gær og í gærkvöldi, var ég búin að reyna skönnun í save mode og allar hugsanlegar útgáfur af stillingum en ekkert gekk svo ég gafst bara upp á þessu, í morgun las ég svo leiðbeiningarnar með vírusvarnarforritinu og sá að ég gat engu bætt við mig þar svo það var ekki neitt annað að gera en að hringja í Frisk, þeir eru náttúrulega alveg frábærir og ég mæli með að við styðjum Íslenskt og notum heimavarnarliðið í vírusvörnum. En þarna fékk ég upplýsingar um að það væri komið nýtt og betra forrit sem leysir það gamla af, nú var bara að hala því niður, henda því gamla úr tölvuhjallinum og setja nýju græjuna upp, og þá fann ég að það kom! Eins og einhver orðaði það svo skemmtilega. Og nú ætti ég að vera laus við þessa óværu, annars er alveg ótrúlegt að þessir hæfileikaríku einstaklingar sem hafa getu til að útbúa þessa vírusa skuli ekki nýta þessa hæfileika í eitthvað annað og uppbyggilegra.

Fyrir þá sem hafa gaman af nýjustu tækni og vísindum þá er hérna hlekkur á mjög skemmtilega bloggsíðu sem fjallar um allskyns hluti sem sum okkar hafa gaman af að skoða.

Mynd dagsins er af okkur feðgunum í bústaðnum, ég fékk þessi fínu horn í Bónus, þau eru með ljósum sem blikka og gera þau ennþá vígalegri ;).

Annars er ekki mikið annað að frétta af okkur.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi