..:Hei hei hó hó:::..
Í dag er konudagurinn, og vonandi hafa karlmennirnir í ykkar lífi verið rómantískari en ég þennan dag merkisdag.
Ég reyni samt að klóra yfir skömmina með því að segja að ég hafi ekki verið heima, en veit innst inni að það dugir skammt ;).

Héðan úr hitasvækjunni er ekki mikið fréttnæmt, ég held ég barasta að títuberja Mæja hefði að mestu verið heimavið ef hún hefði búið hér.
Eins og allir sem horft hafa á Emil í Kattholti vita þá var sú sem sá um að koma fréttum milli bæja í Smálöndum í tíð Emils.
Íslendingar eiga líka sína Mæju en hún var kölluð Gróa á Leiti og sá um fréttaflutning í bæjum og sveitum landsins ;).
Þessar umræddu dömur Gróa og Mæja áttu það sameiginlegt að ef það var eitthvað sem þær ekki vissu þá hafði það einfaldlega ekki gerst.

Þetta er allt saman í hálfgerðu dosi, flest kompanýskipin eru í löndun, og við þrír sem enn erum að rembast við veiðarnar erum dreifðir, það er dauft yfir þessu í dag og fáu við það að bæta.

Ég var frekar fúll í gærkvöldi þegar hei hei hó hó komst ekki áfram í Eurovision en mér fannst það helv..... flott lag og fínn taktur, en eftir því sem ég kemst næst þá var víst sýningin í kring um lagið ekki alveg Eurovision, það átti kannski ekki upp á pallborðið að tjalda þessum steratröllum á vígvelli forskrúfaðra, en ég sá það ekki svo ég get varla dæmt um það.

Mynd dagsins er til þín í tilefni dagsins ;).

Bið himnaföðurinn og allt hans starfslið að líta eftir okkur öllum..........

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Hörður minn þeir töpuðu bara á því að fronta söng konu sem hafði í mestalagi sungið fyrir sjálfa sig í sturtu, það gleimdist alveg að sejga henni að hún væri herfilega fölsk

Vinsælar færslur af þessu bloggi