..::Hitt og þetta en aðallega hitt!::..
Í gær sigldum við inn á ytrihöfnina í Nouakshott og reimuðum dallinn utan á enn einn fraktarann og gerðum okkur klára til löndunar.
Gummi hafði farið áður á léttbátnum/tuðrunni til að sækja Matta skipstjóra á Orion og Celine sölustjóra yfir í Ölfu, hann fleytti svo kerlingar með þau yfir eftir að múringin var yfirstaðin.
Celine er að kynna sér aðstæður og hvernig þetta fer allt fram í raun en Matti vinur minn var nú bara að koma til að heimsækja vin sinn;), eftir kvöldmat skutluðum við Gummi svo Matta yfir í Orion. Það þurfti náttúrulega ekki að spyrja að því þegar Guðmundur stórtuðrukapteinn er við stórnvölinn, öll orka sem til er í mótorskvikindinu var nýtt til hins ýtrasta og flengdist truðrudruslan í loftköstum eftir ósléttum haffletinum svo að mér þótti nóg um hehe, það hefði ekki veitt af nýrnabelti í þessari stuttu ferð yfir í Orion. En Matti kvartaði ekki svo ég reindi að bera mig mannalega líka.
Á bakaleiðinni tókum við á okkur smá krók og kíktum aðeins yfir í Kristínu, ég hafði aldrei komið þar um borð áður.
Kristína hét áður Engey og var talin flaggskip Íslenska flotans, svo merkileg var hún í augum mörlandans að það þótt viðeigandi að drusla Indlandsforseta um borð í þetta viðundur þegar hann var heima í opinberri heimsókn.
Í dag er þetta bara Kristína, eitt af fjórum systurskipunum í kompanýskipaflotanum sem telur sjö skip að svipaðri stærðargráðu.
Það var margt fínt í Kristínu og þar voru atriði sem ég hefði vilja hafa í Síriusi, flokkarinn í vinnslusalnum var eigulegastur, einnig hefði ég vilja hafa Scantrol autotrollbúnaðinn sem var í brúnni, en að öðru leiti var þetta ósköp svipað og hjá okkur og þeim :).
Það var komið svartamyrkur þegar við Gummi kvöddum þá Kristínumenn og héldum heim á leið saddir af nýjum hugmyndum :).

Í dag var venjulegur löndunardagur þar sem heisin svífa jafnt og þétt yfir í fraktdósina.
Kristína kom færandi hendi í morgun og skilaði af sér einum manni í gistingu til okkar, það var German einn af starfsmönnunum fyrirtækisins á Las Palmas sem var eitthvað að stússast við fraktara sem kom hingað með vistir í skipin, þetta þarf allt að vera undir kontrol ;).
Við Gummi rassskelltumst svo með Celine yfir í Ölphu en hún var á leið heim til Íslands og ætlaði að taka sér far með Yaizu inn til Nouakchott.
Það var náttúrulega ekki annað hægt en að kíka á strákana á Ölphu fyrst við vorum komnir yfir, við stoppuðum dálitla stund hjá Austfirðingunum, þar komst ég í fínan myndskreittan bækling frá Alcoa og gat séð hvernig heimahagarnir hafa tekið stakkaskiptingum síðan ég kom þar síðast, kannski að maður gefir sér tíma til að skoða þetta life í næsta fríi??.

Mynd dagsins er tekin í kapalskiptunum miklu og er Arsenal aðdáandinn flottur stjórnstönginni á spilinu.
Einnig fóru einhverjar myndir inn á myndasíðuna.

Læt þetta duga í dag.

Gangið á Guðsvegum...................

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi