..::Plágur og Böl::..
Það er ekki hægt að segja annað en Nouakchott road hafi kvatt okkur með reisn, síðasta daginn sem við vorum þarna inni að landa lyngdi og þá fylltist allt af flugum.
það var sem sé stríðsástand hérna í brúnni, útrýmingu á þessari flugnaplágu sem ásótti okkur tók tvo daga.
Fíni flugnabaninn tók ákaflega fáa einstaklinga af lífi og ekki var meiri hjálp í kettinum, hann lét ekki neitt flugnasuð raska ró sinni og missti ekki mínútu svefn yfir þessari óværu.
Við félagarnir skiptumst á að manna flugnaspaðann sem fékk nýtt og virðulegra nafn “tortímandinn”.
Það var svo seint í gærkvöldi sem við töldum stríðið unnið og hvergi var flugu að sjá.

En Adam var ekki lengi í Paradís, eftir flugnapláguna miklu tók við annað böl, nú sagði Asdikið upp og hefur ekki sinnt starfi sínu síðan í gær, ofan á það bættist svo ördeiða sem engan enda ætlar að taka huuh.

En við trúum því samt sem áður að þetta gangi allt yfir eins og hver önnur magakveisa og verði á endanum ágætt.

Guðmundur og Gunnar tóku daginn í að koma nýjum kapli á bakborskapalvinduna, það virðist ætla að taka mun styttri tíma en viðureign þeirra félaga við stjórnborðsvinduna, enda eru þeir hoknir af reinslu í þessum kapalskiptum, strákarnir á dekkinu voru farnir að kalla Gumma "Cable guy" í síðustu skiptum, en hann hristi það af sér með stæl í dag .

Mynd dagsins er af Gunnari við kapalspilið, og ég setti ég inn nokkrar myndir á myndasíðuna.

Læt þetta nægja í dag, bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur hvert fótmál, og munið að það sem ekki drepur okkur, það herðir okkur...........

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi