..::Þegar ég tók Svenna til altaris:::. Þá styttist í enn eina löndunina í Nouakchott, en í dag er síðast veiðidagurinn í þessari ferð. Svo kemur löndun með öllum sínum plúsum og mínusum, oftast eru plúsarnir fleiri en mínusarnir en svo snýst þetta stundum við og maður verður þáttakandi í einhverjum harmleik þar sem fáfræði græðgi og spilling ræður ferðinni. En þetta er allt partur af programmet og ekkert við því að segja, annað en að reyna að brosa gegn um tárin og vona það besta. Maður hugsar oft til þeirra dásemdaaga sem maður heyrir af þegar skipin lönduðu á miðunum, engin her og ekkert vesen, bara plug and play! Var virkilega allt svona gott í gamla daga? Nema kannski að þá var allt í svarthvítu :):). Annars held ég að manshugurinn eigi sinn þátt í að fegra fortíðina full mikið, ég er t.d alltaf að heyra sögur af því hvernig þetta var hérna einu sinni, alltaf mok veiði og skipin í vandræðum vegna aflans, samt segja tölurnar að veiðin hafi stigmagnast og aldrei verið meiri en á síð...