..::Innivera aldarinnar::..,
Djéesus, þriðjudagsmorgunninn klukkan núll sex að staðartíma. Ég vakna viðað flaggarinn kallar á mig og segir "four miles left to go", fucking ekki var séns að ég fattaði hvað maðurinn var að meina, fysta skiptið í túrnum sem maður náði að sofa eins og engill alla nóttina og það var alveg brennt fyrir að ég vildi vakna. WHAT? "four miles left to go!" What? "four miles left to go!" OK OK ég er að ná þessu. Úff jæja það verður víst að draga rassgatið fram úr bælinu og koma dollunni upp að bryggju, ég staulaðist niður í borðsal og náði mér í tesopa áður en ég tók við vaktinni. Þegar ég nálgaðist bryggjuna sá ég að ekkert pláss var fyrir dolluna "allt upptekið" shit hvað er eiginlega í gangi, vikufyrirvari og svo er ekkert pláss. Arrg ég hringdi í frystigeymsluna, þar voru menn hissa á því að Dósin væri að koma ha hvað ha hvað, já það er ekkert pláss. Þetta endaði með því að ég mátti sigla út á fjörð aftur og bíða þar fram til tíu en þá fengum við að fara upp að saltkæjanum sem Arnarborgin stangaði svo hressilega fyrir áramótin.

Löndun og aðrar pælingar sem við ætluðum okkur að gera fuku burt í éljaganginum og bullinu, þó náðum við að koma hlerunum frá okkur seinnipartinn en löndunin frestaðist um einn dag. Miðvikudagurinn byrjaði á færslu yfir á löndunarbryggjuna :) og var strax byrja að landa úr dollunni, svo kom kosturinn og allt lék i lindi. Seinnipartinn skruppum við yfir í Carbonear til að líta á hlerana, Kiddi fór eitthvað að krukka í hlerana þá komu í ljós sprungur og var neðri parturinn að detta af hlerunum "SHIT" það er alltaf eitthvað. Þetta varð að gera við og ljóst var að það þyrfti aukadag í suðuvinnu. Fimmtudagur ( Dagur þrjú), Tvö bretti af kosti sem áttu að fara um borð í Onticu mættu og einhverra hluta vegna lentu þau saman við kostinn okkar og það tók óratíma að sortera það sundur aftur, og þá kemur mail frá Onticu um að þeir vilji ekki þennan kost og við þurfum að setja hann í land aftur :( ok allt var tínt á bretti og hífað í land. En draslið var vara varla komið í land þegar síminn byrjaði að hringja og nú vildu menn setja þennan kost um borð í Eldborgu :), já bullið á sér engin takmörk og auðvitað tókum við þetta umborð aftur :). Seinnipartinn í dag (miðvikudaginn 29 jan) er svo ráðgert að yfirgefa Newfie þá mun Dósinni og hefja nýja veiðiferð með nýjum vandamálum og viðfangsefnum.

Gangið á guðsvegum.

<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi