..::Skottast út og suður::..
Seinnipartinn á föstudag lögðum við land undir fór og brunuðum suður til Reykjavíkur, þrátt fyrir mikla umferð sóttist ferðin ágætlega og vorum við búin að skila af okkur krökkunum klukkan hálf ellefu, þá brenndum við yfir í Kópavog til Thelmu systur þar sem við gistum.

Laugardagur.
Morruðum heima fram undir hádegi en fórum þá út, hittum Haddó í Smáralindinni.
Skruppum aðeins á M.D, skutluðum svo Haddó heim og renndum í framhaldinu yfir í Garð til mömmu og pabba en þar var fyrirhugað míní fjölskyldusamkoma með grill og alles.Í Garðinum dvöldum við svo í góðu yfirlæti fram á nótt, en þá sigum við aftur yfir í Kópavog.

Sunnudagur.
Fórum til Haddó og Gunna, litum aðeins í Ikea en fengum okkur svo rúnt í á Laugavegin sem endaði með göngutúr og hamborgara :).
Um kvöldmat vorum við svo mætt í Kópavoginn í grill þar sem systir sýndi snilldar takta á grillinu :), eftir hreint frábært grill renndum við yfir í Garð að sækja úlpuna sem Guðný gleymdi í gærkvöldi :).

Mánudagur
Renndum út í Kringlu til að kaupa hjólabretti fyrir Einar, hann er búin að hringja nokkrum sinnum af hestamótinu til að leiðbeina okkur við þessi brettakaup :).
Eftir kringlukastið fórum við yfir í Hafnarfjörð og sóttum Hjördísi og Óla, stoppuðum í mosó og gúffuðum í okkur síðbúnum hádegismat áður en við brunuðum af stað norður.
Á leiðinni norður ákváðum við að kíkja við hjá Jakob og Kristbjörgu á Þorfinnsstöðum, en það hittist svo skemmtilega á að þeim var nýlega fætt sveinbarn ægifagurt :).
Héldum við vart vatni yfir hvítvoðungnum. Eftir stutt stopp á Þorfinnsstöðum brenndum við áfram sem leið lá til Dalvíkur og vorum komin heim milli 9-10 að mig minnir :):).

Já þannig var helgin hjá okkur.
Bið guð og gæfuna að vaka yfir þér..........

..::Seinnipartur::..
Algjört bongó á Dallas í dag, ég reiðhjólaði niður til Kalla í morgun og vökvaði blómin, svo kíkti ég aðeins við Helgu og Jóa áður en ég heiðraði Guðnýu á skrifstofunni með nærveru minni.
Eftir hádegið kroppaði ég sparslið af bensíntanknum á hjólinu og komst að því að greyið hefur fengið ansi vel á kjaftinn og oft verið soðið í hann, þegar búið var að hreinsa ofan af dældasúpunni fann ég lekann, tvö pínulítil göt sem bensínið meig út um.
Ég hreinsaði þetta upp með vírbursta og hrærði svo tveggjaþátta lekaviðgerðargumsinu saman, ég fann þetta í Varmahlíð í gærkvöldi og ákvað að gefa þessu séns.
Það lítur út fyrir að þetta drullugums ætli að halda svo nú liggur fyrir að sparsla yfir ófögnuðinn aftur :).
Svo fór ég og fékk lánaðan stiga hjá nágrönnunum prílaði svo upp í gluggana og skrapaði lausa málingu burt og málaði gluggana, þ.e.a.s hluta af þeim hitt klára ég á morgun ef ég verð duglegur :).
Ég dældi svo inn nokkrum myndum úr helgarferðinni og er hægt að nálgast þær hérna, “myndir úr helgarferð”.

Fleira verður þetta ekki í dag.
Gangið á Guðsvegum og vonandi leikur veðrið við ykkur.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi