..::Sólarlanda hvað?::..
Ekki veit ég hvað fólk er að æða til sólarlanda þegar veðrið leikur svona við okkur, en líklega er það með það eins og önnur plön, ef maður ætlaði að vera heima í sólinni þá myndi rigna nokkuð víst :).
Maggi hringdi í mig í morgun og er allt á áætlun í Otto, vélin átti að fara niður í skipið í dag svo að næsta vika fer í endanlegan frágang og prófanir, ef tímaplanið gengur eftir þá ætti allt að verða klárt í kring um tuttugasta.
Ég hefði sennilega ekki fengið háa einkunn á IQ prófi ef ég hefði tekið það í morgun, ætlaði í sund en ég fann ekki sundskýluna mína svo að ég ákvað að fara bara í gufuna og mýkja mig aðeins upp fyrir raksturinn, þegar ég var svo komin á svæðið þá áttaði ég mig á því að ég kæmist náttúrulega ekkert frekar í gufuna en laugina svona skýlulaus hehe, að vísu hefði ég getað farið í gufuna með handklæðið vafið um mig en ég sleppti því og lét duga að fara í sturtu og raka mig ;).
Eftir hádegið þegar sólin ætlaði allt að bræða lölluðum við Guðný upp í fjall og nutum góða veðursins, á vegi okkar urðu tvær rjúpur og var önnur þeirra með þennan líka ungaskarann ;).
Í kvöld á að fara í kanóróður á svarfaðardalsánni, Árgerði er með útleigu á kanóum og fl, eitthvað sem athugandi er fyrir þá sem eiga leið um Dalvík.
Sem sagt nóg að gera hjá okkur á Dalvíkinni.
That´s it for to day.
Vona að Guð gefi ykkur góða helgi.................

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi