..::Tíndi sonurinn komin heim :)::..
Einar Már kom heim klukkan fjögur í nótt, mikið var gott að sjá hann aftur þótt þetta hafi bara verið vikurispa.
Eftir hádegið fór ég með hreindýrinu að þrífa og vorum við að basla við það til hálf þrjú.
Ég fór svo í að bera í handriðið á pallinum og var að bisa við það fram undi kvöldmat.
Gasgrillið var svo glóðarkynt og galdraði húsfrúin fram þessa fínu grillsteik með bökuðum jarðeplum og grænfóðri.
Júlli mætti með bíómiðana sem við unnum í getrauninni í vor, nú verð ég bara að vona að ég verði heima þegar Shrek 2 verður frumsýnd á Íslandi því ég hef hug á að eyða vinningnum í þá mynd.
Einar og Jón fóru í göngu upp á dal og voru ekki komnir til baka úr þeirri ferð fyrr en hálf tíu í kvöld, ég var farin að óttast um grislingana svo að ég sparkaði hjólinu í gang og renndi mér uppeftir til að huga að þeim, það var náttúrulega allt í lagi með þá félaga og voru þeir á heimleið þegar ég mætti þeim, ég smellti þeim fyrir aftan mig og svo þrímenntum við dulítinn spöl af leiðinni.
Blíðan hékk yfir okkur í dag eins og í gær og var veðrið alveg frábært, sérstaklega seinnipartin og í kvöld.
Þá verður ekki fl í þættinum í dag.
Bið Guðs engla að vaka yfir ykkur...........................................

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi