..::Enn fjölgar á Ægisgötu 6::..
Blíðuveður í allan dag þó hafgolan hafi komið í vitjun eftir hádegið, ég kláraði að mála gluggana og fór aðra umferð á gluggana sunnan á húsinu.
Á morgun er á stefnuskránni að bera í handriðið en veðrið ræður sjálfsagt mestu um hvort ég kem einhverju í verk á morgun :).
Einar kemur heim í kvöld eða nótt úr viku útilegu með afa sínum, hann verður sjálfsagt hissa þegar hann mætir heim því að það fjölgaði í herberginu hjá honum í gærkvöldi, þangað inn er fluttur pínulítill dverghamstur, en greyinu vantaði húsnæði og foreldra svo að við ákváðum að taka hann að okkur þar sem hér voru allar græjur til (búr og alles).
Annað er ekki fréttnæmt af mér eða mínum.
Ég vona að þið hafið átt góðan dag, og bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi