..::Beinhákarl::..
Rúsínublíða á okkur í dag og naut Rúsínan veðurblíðunnar uppi á brúarþaki í allan dag.
Suðvestan gola 20°C hiti og heiðskýrt að mestu.
Þessi dagur er að mestu verið öðrum líkur hérna á hafinu, þó brá svo við að ég sá beinhákarl á svamli í dag. Hann damlaði áfram í yfirborðinu og bakugginn á honum risti hafflötinn eins og Ókindin sjálf væri þar á ferð, en beinhákarlar eru meinlausar skepnur sem svamla um með opið ginið og sía svif og önnur svifdýr úr sjónum.
Þessi grey eru sauðmeinlaus, mjög hæg og algjörlega tannlaus ofan á allt annað.
Þannig að það er eiginlega bara nafnið og útlitið sem gæti sett óhug að einhverjum, það mætti sjálfsagt ríða um hafflötinn á þeim án þess að þeir kipptu sér upp við það eða væru manni hættulegir. Og ekki eru nytjarnar miklar af þessum skepnum, lifrin var að vísu hirt hér áður fyrr og einhvertíman voru þeir veiddir til þess að ná henni. Nú í seinni tíð eru það uggarnir og sporðurinn sem er verðmesti parturinn, þeir eru þurrkaðir og muldir niður í duft. Litlu gulu skrattarnir telja hákarlauggaduft hið mesta frjósemislyf, ásamt því að það færi þeim aukna getu og úthald í ástarlífinu. Þessum áhrifum leifi ég mér að efast um, en ef þeir trúa því þá dugir það þeim vísast. Þeir verða kennski eins og ókindur í rúminu eftir að vera búnir að soga upp í ranann á sér einhvern skammt af þessu fiskimjöli :).
Merkilegt hvað fólki dettur í hug :):).
En aðallega eru þessi grey okkur sjómönnum til vansa, þeir eiga það til að flækjast í veiðarfæri, og sökum stærðar sinnar þá skemma þeir oft það sem þeir lenda í.
Og þar með líkur þessarri skýrslu........................

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi