..::Faraldur::..
Þeir eru misjafnir faraldarnir sem herja á mannkynið, engisprettufaraldrar og alls kyns óveirur, yfirleitt til vandræða. Nú herjar á okkur Hattverja einn af þessum ófögnuðum mannkyns sem oft eru kallaðir "Faraldrar". BeinhákarlaFaraldur er það sem á okkur herjar núna, bölvuð kvikindin lentu í trollinu hjá mér í gær og rifu belg og grind svo að eftirtekja þess togs var frekar rír, þessi óværa virðist helst halda sig vestast á Hattinum og eru margir búnir að lenda í að skemma veiðarfærin í viðureigninni við þessa stórfiska.
Það hefur sennilega verið skrítið upplitið á norska skipstjóranum sem fékk þrjár skepnur í einu holi í gær, þetta var eitt af þessu stóru skipum sem dregur þrjú troll í einu og það var einn beinhákarl í hverju trolli.
En við þessu er lítið að gera annað en að setja hausinn undir sig og bíða eftir að þessi faraldur gangi yfir, nema nátturúlega einhver finni upp Beinhákarlafælu sem henga mætti á höfuðlínuna á trollinu þá væri vandamál plágunnar leyst.
Þoka þoka SvartaÞoka, það er veðurlýsingin dagsins hérna, lognmolla þoka og ládauður sjór lofthiti 16°C sjávarhiti 16°C.............. Einn af þessum mollulegu síðsumardögum sem einkennir þennan blett hnattkúlunnar.
Læt þetta nægja í dag..

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi