..::Einn dagur eftir::..
Jæja þá er einn veiðidagur eftir hjá okkur og svo náttúrulega landstímið, sem sagt þetta er að hafast hjá okkur.
Í gær fengu nokkur skip vinning í Beinhákarlalottóinu en sem betur fer áttum við ekki miða í því og sluppum með skrekkinn, meiri f...... ófögnuðurinn.
Og flugplanið okkar Nonna datt inn um bréfalúguna í dag, sem sagt allt klappað og klárt með heimferðina, við eigum að yfirgefa Newfie 31ágúst og ættum samkvæt áætlun FI 632 að lenda í KEF 06:30 1september. Það verður ekki amalegt að snúa óæðri endanum í þetta hundsrassgat hérna og fljúga heim :).
Veðrið Núna! Norðvestan golukaldi alskýjað, þokubakkar sjólítið og hiti 15°C.
Þá verður þetta ekki lengra í dag.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi