..::Game over!!::..
Allt tekur enda, er það ekki? Loksins erum við búnir að mæða magan á skútunni svo fullan af pöddum að hún stendur á blístri, og ekkert annað í stöðunni en að halda til hafnar og láta dæla upp úr henni gumsinu :):).
Þvílík blíða sem er búin að vera á okkur í dag, meira að segja Rúsínan sem ég hélt að væri aldrei ánægðari en í svona svækju kvartaði yfir hita.
Já 22°C blankalogn brakandi sól og hafflöturinn eins og spegill, ekki amalegur dagur til að loka veiðunum á ;), þetta er einn af þessum dögum sem gera sjómannslífið þess virði að stunda þetta pjakk :).
Fljótlega eftir að við lölluðum af stað kom ég auga á Sólborgina Færeysku, við nánari skoðun í sjónaukanum þótti mér hún eitthvað undarleg útlits, það var eins og að hún væri að geifla sig framan í okkur.
Ekki var annað hægt en að skoða þetta betur svo að við settum stefnuna að henni, þegar við nálguðumst meira kom betur og betur í ljós hvað var athugavert, hún hefur greinilega fengið hressilega á snúðinn blessunin. Efsti parturinn á stefninu var alveg í klessu vægast sagt, og mun verri bakborðsmegin.
Ekki veit ég hvernig eða hvenær hún hefur fengið á snúðinn en það væri ekki ofsögum sagt að segja að hún væri nefbrotin greyið.
Verst að vera ekki með myndavél til að geta fest þetta á filmu, hún var eitthvað svo svo svo ámátleg svona sjúskuð, eins og þetta er nú glæsilegt skip.
Og nú erum við sem sagt lagðir af stað til Hr.Grace Newfie en þar ætlum við að binda skútuna á morgun.
Góóóóóða helgi.........

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi