..::Nú er það svart!::..
Allt orðið hvítt!. Í morgun þegar ég opnaði glyrnurnar var allt orðið hvítt, vetur konungur er að læðast aftan að okkur með þessu sem mig langaði ekkert til að sjá fyrr en um Jól, en svona er þetta og landið er ekki kallað Klakinn fyrir ekki neitt :).
Það rigndi heil ósköp hérna í gær, og það er orðið langt síðan ég hef séð svona vatnsveður, t.d var fína lávöruverslunin á Dalvík umflotin vatni innandyra þegar við áttum leið þar um í gær. Og ég væri ekki hissa þótt einhverjir fleiri hefðu þurft að ausa kofana sína. Í gærkvöldi breyttist svo þessi úrhellisrigning í slydduhríð sem buldi á okkur Dalvíkingum í nótt og skildi eftir sig alhvíta jörð í morgun.....
That´s it for now....................

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi