..::Skítlega kalt::..
Það var skítlega kalt úti í morgun og krapasullið var víða frosið, maður rétt leit út um gluggann en settist svo fyrir framan tölvuna í hlýjunni.
Það var allt orðið vitlaust út af þessu Sólbakssamningum og maður var spenntur að sjá hvað yrði úr því. Einhver pattstaða var á því máli samkvæmt fréttasíðu Moggans svo að ég fór í að útbúa fréttaskvettu á þá vini mína á hafinu, ég hef sérvalið ofan í þá það sem mér finnst markverðast í fréttum og mokað á þá via email.
Og nú var komið að því að uppfylla vonir og þrár húsfreyjunnar um nýmálað stofuloft, en fyrst varð að rífa burt loftlistana sem fyrsti ábúandi kofans hafði sett upp af sínum einstaka myndarskap, þessir listar hafa alla tíð verið mér þyrnar í augum og nú vopnaðist ég skrúfjárni og litlu kúbeini, svo var ráðist á listana og þeir spændir niður allan hringinn í stofunni og holinu. Það var komið hádegi og ég ákvað að hafa kaffi tilbúið fyrir fyrirvinnuna þegar hún kæmi heim úr vinnunni, eftir hádegið sagaði ég listadruslurnar niður í búta og mokaði þeim svo inn í Súbbann og þeyttist með þá í gámana.
Svo fór ég heim að mála, það gekk ágætlega að sulla á þetta og var mikill munur að sjá loftið eftir fyrri umferðina, en þar sem að ég sá að málingaskammturinn dygði ekki aðra umferð, þá mældi ég hvað þyrfti mikið af nýjum listum og renndi svo niður í Húsasmiðju.
Þar ætlaði ég að fá 1 líter til viðbótar af málingu og þessa blessuðu loftlista. Ha humm nei þessi málning er ekki til í einum líter, bara þrír eða tíu lítrar, þarna ákvað ég þá að taka þrjá lítra og eiga þá eitthvað afgangs en það dytti í mig að mála eitthvað meira.
Nei það er því miður ekki til þrír lítrar en við getum pantað þá :(, og sama var með listana þeir voru ekki til en verða pantaðir og koma með bílunum eftir hádegi á morgun.
Þetta er bara svona og ég nenni ekki að svekkja mig yfir því, eftir hádegi á morgun get ég sem sagt haldið áfram og klárað seinni umferð málingaherferðarinnar á stofuloftinu, aðgerð sem á eftir að fylla sál húsfreyjunnar hamingu hlýju og kærleika í minn garð hehe.
Og Einar vinur minn á Andvara hringdi í mig í dag en hann er í viðgerðarstoppi úti í Hr.Grís Newfie, það var verið að skipta um ljósavél hjá honum en þegar því lauk þá leið yfir eina spildæluna og þarf að fá nýja frá Norge, karl greyið er búin að hanga þarna í tíu daga og á sjálfsagt eftir að hanga þarna eitthvað áfram, en það er Hvalaskoðunarkvöld á fimmtudagskvöldum á Pikes svo að menn geta alltaf látið sig hlakka til þeirra viðburða.
Og meira af Sólbaksævintýrinu en Sjómannaforustan sem meinaði löndun upp úr kollunni á Akureyri var öll handtekin að kröfu hafnaryfirvalda og svo var landað upp úr dósinni, í kvöld var svo tekist á um þessi mál í kastljósinu, sjálfsagt sýnist hverjum sitt um þessa deilu en mikið væri nú samt gott ef að það kæmist á einhver sátt milli þessara aðila og menn fengju vinnufrið til að leysa úr þeim ágreiningsefnum sem uppi eru. Mér finnst að menn hafi farið aðeins fram úr sjálfum sér í þessum samning og þessi gjörningur hjálpar sjálfsagt ekki fyrir í þeim samningaviðræðum sem hafa verið í gangi, en kannski verður þetta til þess að augu einhverra opnast og það verði reynt að loka þessum ágreiningsefnum áður en til verkfalls kemur, allir tapa á þessum bölvuðu verkföllum þegar upp er staðið.
That´s if for to day...................

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi