..::Framkvæmdagleðin ha humm::..
Ég hef verið mjög latur að blogga undanfarið og ýmislegt er búið að bardúsa og gera sem ekki kemur fram hérna vegna alsheimer light sem mig hrjáir :).
Það helsta sem undanfarið hefur verið gert er að ég tók baðherbergið í bílskúrnum í nefið og breytti því í geymslu, henti baðkarinu út málaði gólf og veggi og setti upp flúrljós og hillukerfi. Svo tókum við Guðný til hendinni og röðuðum í nýju geymsluna og hentum ýmsu drasli sem safnast hefur upp í kjallaranum engum til gagns, það var af nógu að taka og endaði með því að þetta urðu þrjár fullar kerrur og ein ferð í Súbbanum í gámana ;).
Sjálfsagt hefur þetta verið hvalreki á fjörur gámarottanna sem vonandi hafa getað nýtt eitthvað af þessu rusli.
Nú við erum búin að panta hringstiga í forstofuna, en hann kemur til með að leysa af hólmi bráðarbyrgðarstigann sem settur var upp um árið, og eldvarnarhurð milli bílskúrs og kjallaraherbergis var líka pöntuð, svo þar bara að trekkja múrbrjótinn upp og snikka hurðar og stigagatið til.
Ég veit ekki hvað ég kemst langt í þessum framkvæmdum áður en ég fer því það er farið að styttast í fríinu en ég fer út 3apr.
En við fáum vonandi einhvern til að klára það sem eftir verður þegar ég fer hehe, svo að þetta verði klárt fyrir fermingu hjá Einari Má.
Ég hef verið mjög latur að blogga undanfarið og ýmislegt er búið að bardúsa og gera sem ekki kemur fram hérna vegna alsheimer light sem mig hrjáir :).
Það helsta sem undanfarið hefur verið gert er að ég tók baðherbergið í bílskúrnum í nefið og breytti því í geymslu, henti baðkarinu út málaði gólf og veggi og setti upp flúrljós og hillukerfi. Svo tókum við Guðný til hendinni og röðuðum í nýju geymsluna og hentum ýmsu drasli sem safnast hefur upp í kjallaranum engum til gagns, það var af nógu að taka og endaði með því að þetta urðu þrjár fullar kerrur og ein ferð í Súbbanum í gámana ;).
Sjálfsagt hefur þetta verið hvalreki á fjörur gámarottanna sem vonandi hafa getað nýtt eitthvað af þessu rusli.
Nú við erum búin að panta hringstiga í forstofuna, en hann kemur til með að leysa af hólmi bráðarbyrgðarstigann sem settur var upp um árið, og eldvarnarhurð milli bílskúrs og kjallaraherbergis var líka pöntuð, svo þar bara að trekkja múrbrjótinn upp og snikka hurðar og stigagatið til.
Ég veit ekki hvað ég kemst langt í þessum framkvæmdum áður en ég fer því það er farið að styttast í fríinu en ég fer út 3apr.
En við fáum vonandi einhvern til að klára það sem eftir verður þegar ég fer hehe, svo að þetta verði klárt fyrir fermingu hjá Einari Má.
Ummæli
í tiltektinni ???
kv pall k
Kv Hörður
Og það þarf ekki að grínast með fótanuddtækin, ég fékk eitt í jólagjöf fyrir nokkrum árum og vil sko ekki missa það,notaði það síðast í gær,súpergræja.