..::Stiginn komin upp:::.
Jæja þá er stiginn komin upp, Kibbi mætti seinnipartinn í gær og rusluðum við stiganum upp í gærkvöldi, þetta var orðið að mestu klárt upp úr miðnætti ;).
Í dag kláraði ég svo að setja upp handriðið og smá fíniseringar sem átti eftir að klára. Það er þungu fargi af mér létt við verklok á þessum stiga hehe.
En sjálfsagt verður húsfúin einhverja daga að ná mesta rykinu burt en það virðist hafa sest um allt í viðureign minni við steinsteipuna.
Henti inn myndum af nýjasta afrekinu.
Guð gefi ykkur góða helgi.................

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Flottur stigi,nú verða ekki vandræði fyrir gamla fólkið að komast niður og upp.hlakka til að sjá þig.knús úr Kríulandi

Vinsælar færslur af þessu bloggi