..::Dómurinn er fallinn::..
Þetta kallaði nágranni minn yfir til mín þegar ég var að koma heim í gærkvöldi, ég sagði náttúrulega ha og vissi ekkert um hvað hann var að tala.
Þetta kallaði nágranni minn yfir til mín þegar ég var að koma heim í gærkvöldi, ég sagði náttúrulega ha og vissi ekkert um hvað hann var að tala.
En þá var hann að meina að það væri komin tími á brottför hjá honum ;), hann er líka að róa úti í heimi svo að ég er ekki einn í þessu í götunni :).
En minn dómur var löngu fallinn og það er brottför frá Dalvík 2apríl.
En þetta er allt í svo fínu kerfi hjá mínu kompaníi að dómarnir eru gefnir út í upphafi árs svo maður veit nokk hvernig þetta verður.
Ummæli
Annars var meira en nóg að gera í dag, ég leigði mér múrbrjót og snikkaði til stigagatið og stækkaði svo eitt stykki hurðargat um 25% :), en það er bara svona þegar maður er svona seinn af stað þá verður að spýta í lófana og reyna að vinna upp það sem maður hefði getað gert áður hehe.
Knús, Haddó