..::Dómurinn er fallinn::..
Þetta kallaði nágranni minn yfir til mín þegar ég var að koma heim í gærkvöldi, ég sagði náttúrulega ha og vissi ekkert um hvað hann var að tala.
En þá var hann að meina að það væri komin tími á brottför hjá honum ;), hann er líka að róa úti í heimi svo að ég er ekki einn í þessu í götunni :).
En minn dómur var löngu fallinn og það er brottför frá Dalvík 2apríl.

En þetta er allt í svo fínu kerfi hjá mínu kompaníi að dómarnir eru gefnir út í upphafi árs svo maður veit nokk hvernig þetta verður.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Naumast að þetta er orðið fínt hjá ykkur.Mig vantar nú líka að fá bílskúrsgólfið málað en það bíður nú líklega eitthvað.
Nafnlaus sagði…
Ég verð bara að rúlla það fyrir þig áður en ég fer út ;).
Annars var meira en nóg að gera í dag, ég leigði mér múrbrjót og snikkaði til stigagatið og stækkaði svo eitt stykki hurðargat um 25% :), en það er bara svona þegar maður er svona seinn af stað þá verður að spýta í lófana og reyna að vinna upp það sem maður hefði getað gert áður hehe.
Nafnlaus sagði…
Aldeilis dugnaður í þér, flottar myndir af framkvæmdunum :) Ég er nú orðin svolítið lúin á öllu þessu stressi í kringum íbúðarmálin hjá okkur þessa dagana...Pollýana er eiginlega alveg búin á því.
Knús, Haddó
Nafnlaus sagði…
Já ég trúi því ;), hlakka til að sjá ykkur á mánudaginn.
Nafnlaus sagði…
Já þetta er spennandi,maður var nú oft þreyttur eftir byggingarvinnuna í hátúninu,en alltaf var jafn gaman að ljúka við hvern áfanga.gangi þér sem best.

Vinsælar færslur af þessu bloggi