..::Páskaeggið bíður::..
Föstudagurinn langi, það er víst dagurinn í dag, einhvertímann í fyrndinni kölluðum við þennan dag flöskudaginn langa en það var meðan maður var upp á sitt besta í glasalyftingunum hehe.
Við liggjum enn á legunni og löndum, vonandi klárum við fyrra skipið í kvöld og þá er einhver sletta eftir í annað skip sem er hérna á svæðinu.
Í gær gerðum við Gummi okkur dagamun og fórum í heimsóknir í skipin sem hérna lágu á legunni, það var gaman að hitta gamla kunningja og sjá eitthvað nýtt.
Annars hefur maður lítið annað gert en að éta og ég sem ætlaði að taka mig eitthvað á í þeim málum þegar ég kæmi um borð, svona svo ég passaði í fermingarfötin þegar ég kæmi heim hehe, en jakkafötin mín ganga undir þessu nafni enda ákaflega lítið notuð sem betur fer, það er klæðnaður sem mér líður alltaf frekar illa í.
Vírus hefur það ágætt og lætur ekki mikið raska ró sinni, hann sefur étur og kemur og lætur klóra sér annað slagið.
Nú bíður maður bara eftir því að geta opnað páskaeggið sem ég tók með mér, ótrúlegt en satt þá hélt það að mestu lögun sinni á ferðalaginu og bíður nú niðri í ískáp eftir því að ég hamsi það í mig .
Annars er ekki mikið að frétta héðan........
Ég óska ykkur allra gleðilegra páska og vona að þið fáið stórt páskaegg því þau eru svo GÓÐ.........

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi