Fimmtudagurinn.
Eitthvað fór nú bloggið út um læri og maga svo að ég skrifa þetta einum of seint :). Fór niður í bát frekar á seinna fallinu, en fljótlega eftir að ég mætti kom Páli vörubílstjóri og við hífuðum allt varanet ásamt grind og pokum upp á flugbraut, svo voru hlerarnir teknir upp á bíl og líkur hér með störfum þeirra á Erlu, blessuð sé minning þeirra. Lengjurnar fóru líka upp á bíl og fara þær í uppgerð hjá T.Ben.
Og þá var komið að einmanna vaff hleranum sem húkti á bakborðsmegin á skutnum.
Eftir miklar teyjuæfingar á krananum og yfirálagi tókst Pála það ómögulega, að hífa garminn í land og upp á bíl.
Það sem eftir var dagsins fór í allskyns reddingar og útréttingar varðandi skipið.
Í kvöld fórum ég Haddó og Gunni á kjúklingabitastað og gúffuðum í okkur einu fjölskyldutilboði áður en við fórum að sjá nýju myndina með Hugh og Söndru í Kringlubíó þetta er alveg frábær mynd með góðum húmor sem ég mæli með að allir sem eru með skemmtilegurnar í lagi fari á .
Búið í dag ………
><((Hörður))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi