Dormaði fram undir ellefu, fékk mér kaffi og renndi svo eftir Hilmari. Strákarnir hjálpuðu mér svo að rífa gamla vatnsrúmsramman í druslur, svo fór ég með það í gámana ásamt öðru rusli sem hafði safnast upp ;-).
Guðný var með grjónagraut í hádeginu sem umbreyttist í lummur í kaffinu.
Brynja og Bjarki komu í kaffi svo fórum við sveitarúntinn og náði Bjarki áður óþekktu hávaðameti í bílnum þrátt fyrir að reynt hafi verið að kaupa handa honum sleikjó til þess að sporna við hávaðanum í honum :-).
Rétt fyrir kvöldmat varð ég að fara og bjarga loftnetstengingunni hjá Brynju en hún var öll í messi (bara snjókomaá skjánum) eftir að nágranninn málaði hjá sér og víxlaði aðeins tengingum, en þetta virkaði fyrir rest og voru allir ánægðir á endanum, sérstaklega ég.
Í köld verðum við svo með einn næturgest en Hilmar ætlar að kúra hjá okkur í nótt því að mamma hans er að fara á þorrablót, eða eins og krakkarnir segja “borða gamalt nesti” .
Svo er stefnan sett á sjónvarpsgláp og notalegheit í kvöld....................
><((Hörður))°>
Guðný var með grjónagraut í hádeginu sem umbreyttist í lummur í kaffinu.
Brynja og Bjarki komu í kaffi svo fórum við sveitarúntinn og náði Bjarki áður óþekktu hávaðameti í bílnum þrátt fyrir að reynt hafi verið að kaupa handa honum sleikjó til þess að sporna við hávaðanum í honum :-).
Rétt fyrir kvöldmat varð ég að fara og bjarga loftnetstengingunni hjá Brynju en hún var öll í messi (bara snjókomaá skjánum) eftir að nágranninn málaði hjá sér og víxlaði aðeins tengingum, en þetta virkaði fyrir rest og voru allir ánægðir á endanum, sérstaklega ég.
Í köld verðum við svo með einn næturgest en Hilmar ætlar að kúra hjá okkur í nótt því að mamma hans er að fara á þorrablót, eða eins og krakkarnir segja “borða gamalt nesti” .
Svo er stefnan sett á sjónvarpsgláp og notalegheit í kvöld....................
><((Hörður))°>
Ummæli