Í morgun komu svo hlerarnir frá Sigló, og kosturinn úr frílagernum sem betur fer áður en lettarnir urðu fiðraðir eftir allt kjúklingaátið.
Svo vorum við að brasa í hitt og þetta, upp úr hádeginu fór hann að ganga á með dimmum hvössum éljum og fór mér ekkert að lítast á blikuna varðandi flugið en reyndi samt að halda rónni :).
Kl 15:30 var ég svo komin út á völl og allt virtist í fína lagi með flug þó að það væri bálhvasst, það varð smá seinkun en klukkan 16:05 var kallað út í vél, þegar allir voru komnir út í vél kom svartur eðalvagn fánum skreittur og innihéld hann forsetan og hans frú sem komu með í vélina, já það var ekki amalegt fyrir forsetan að fá að fljúga með mér norður ;), en það var skondið að þegar forsetinn kom inn í vélina þá sagði einn farþeginn, “ja við förumst ekki í þessu flugi” ég sá nú ekki hvað vera forsetans hafði með það að gera hvort flugvél og hennar innihald var feigt eða ekki.
Flugið gekk svo mjög vel og lentum við heil á Akureyrarflugvelli eftir 40min flug.
Á vellinum biðu svo Guðný, Hjördís, Einar og Hilmar , við brunuðum svo beint heim og vorum komin út á Dalvík kl 18:10, kvöldinu ætlum við svo að eyða í sjónvarpsgláp og rólegheit.
That´s it
><((Hörður))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi