Kl 07:35 vaknaði ég við krafsið í Svala frænda en hann taldi komin tími til að lufsast á lappir, sem ég gerði 10min seinna, spændi í mig eitt bjúgaldin í boði húsráðenda og brunaði svo um borð í dolluna. Við vorum að brasa við að koma krananum glæsilega af stað, taka niður gamlar sjólagnir og ýmislegt fl, í hádeginu olíusauð ég svo jarðeplalengjur við mikla ánægju hungraðra matargesta.
Í dag var loksins tekin ákvörðun um autoið en því verður skipt út fyrir nýtt :) líklega verður byrjað á því um miðja næstu viku og áætlað er 3-4dagar í það.
Jón mætti og ætlar að láta sig vaða á þetta með mér svo að nú erum við tveir mörlandarnir á drottningunni :).
Ég brasaði svo aðeins í inmarsat-c og komst að því sem mig grunaði að það væri lokað :( en það var ekkert að gera annað en að bretta upp ermarnar og fara í að fá það opnað, einnig var farið í að fá iridium símakort og marstar emil búnað til samskipta við landkrabbana ;), vonandi verður erla@sjor.it.is farið að virka um miðja næstu viku :).
Nú var dagur að kvöldi komin og skreið ég upp í Hundai drossíuna og silaðist heim til skjólstæðinga minna sem ég er lagstur upp á, ekki grunaði mig að ég ætti eftir að verða ómagi á framfæri yngri systur, en svona er þetta "enginn veit fyrr en allt í einu" eins og maðurinn sagði flaummósa.
Lagðist yfir radartilboðin eftir að ég kom heim og komst að því sem ég áður vissi, en það er betra að vera viss, "maður verður að vera viss" mamma mín segir það.
Viðar pantaði fyrir mig flug norður á föstudag kl 1600 og aftur suður kl 1440 á þriðjudag sem sagt (frem og til bage).
Nú er ég búin að tæma það litla sem ég vissi í ykkur ;)
><((Hörður))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi