..::Olíugusa::..
Það er svo sem ekki mikið að segja, rafalinn fór alla leið niður í mótorhús í dag og var komin á sinn stað í kvöld tengdur og fínn, þá á eftir að rétta hann af og sjóða plötuna í neðra millidekkið þar sem skrímslið for niður, ef vel gengur þá eygja menn von um að kannski hafist þetta annað kvöld.
Í dag tókum við olíu þar sem að vonandi styttist í brottför, Spanjólarnir áttu að mæta klukkan eitt í þá afgreiðslu, en þeir komu ekki fyrr en þrjú og það tók þá þrjá tíma að tengja slöngutussurnar og byrja að dæla, en þetta er bara hraðinn á þessu hérna og það þíðir víst lítið að svekkja sig eitthvað á því, þetta bara er svona hérna.
Janus kom til hafnar um miðjan dag og er að gera sig kláran í slipp.
Svanur vélstjóri á Janusi kíkti á okkur í kvöld og endaði það með því að við fórum bæjarrölt þar sem við fjárfestum í nýjum símum Sharp GX29, kannski ekki það flottasta en ágætisgræjur til að láta stela af sér eða tína ;), svo ég þurfti líka að kaupa eitt stykki Ipod fyrir Valda á Ölphunni.
Fyrst ég var komin með síma þá fékk ég mér líka Spænskt númer frá movistar 686669289 en það kostar hvítuna úr augunum að vera með Íslenskt númer hérna og því betra að keyra á Spænsku númeri.
Við Svanur fórum svo og fengum okkur heitarækjur í piparhvítlauksolíu áður en við röltum um borð, þetta var alveg dillandi gott á meðan við vorum að gadda þetta í okkur en hjá mér skilaði þetta sér svo í brjóstsviða sem var alveg að drepa mig, hed barasta að ég sleppi þessum rétti í framtíðinni ;).
Mynd dagsins er af eldsnöggu olíupumpurunum við undirbúninginn á olíudælingunni, það var frekar erfitt að ná óhreyfðri mynd af þeim þar sem þeir voru svo kvikk en ég held samt að það hafi tekist :).
Læt þetta nægja í dag.
Gangið á Guðsvegum...................
Það er svo sem ekki mikið að segja, rafalinn fór alla leið niður í mótorhús í dag og var komin á sinn stað í kvöld tengdur og fínn, þá á eftir að rétta hann af og sjóða plötuna í neðra millidekkið þar sem skrímslið for niður, ef vel gengur þá eygja menn von um að kannski hafist þetta annað kvöld.
Í dag tókum við olíu þar sem að vonandi styttist í brottför, Spanjólarnir áttu að mæta klukkan eitt í þá afgreiðslu, en þeir komu ekki fyrr en þrjú og það tók þá þrjá tíma að tengja slöngutussurnar og byrja að dæla, en þetta er bara hraðinn á þessu hérna og það þíðir víst lítið að svekkja sig eitthvað á því, þetta bara er svona hérna.
Janus kom til hafnar um miðjan dag og er að gera sig kláran í slipp.
Svanur vélstjóri á Janusi kíkti á okkur í kvöld og endaði það með því að við fórum bæjarrölt þar sem við fjárfestum í nýjum símum Sharp GX29, kannski ekki það flottasta en ágætisgræjur til að láta stela af sér eða tína ;), svo ég þurfti líka að kaupa eitt stykki Ipod fyrir Valda á Ölphunni.
Fyrst ég var komin með síma þá fékk ég mér líka Spænskt númer frá movistar 686669289 en það kostar hvítuna úr augunum að vera með Íslenskt númer hérna og því betra að keyra á Spænsku númeri.
Við Svanur fórum svo og fengum okkur heitarækjur í piparhvítlauksolíu áður en við röltum um borð, þetta var alveg dillandi gott á meðan við vorum að gadda þetta í okkur en hjá mér skilaði þetta sér svo í brjóstsviða sem var alveg að drepa mig, hed barasta að ég sleppi þessum rétti í framtíðinni ;).
Mynd dagsins er af eldsnöggu olíupumpurunum við undirbúninginn á olíudælingunni, það var frekar erfitt að ná óhreyfðri mynd af þeim þar sem þeir voru svo kvikk en ég held samt að það hafi tekist :).
Læt þetta nægja í dag.
Gangið á Guðsvegum...................
Ummæli
Þetta er ágætt að hafa þetta þegar maður er hérna á Kanarí og eða á Spáni.
Annars er ekki mikið að frétta héðan þetta er allt á á beinu brautinni og við vonumst til að geta silgt á morgun.