..::Loðdýrafréttir::..
Jæja þá er komin tími á að hripa niður nokkrar línur, sjálfsagt þykir flestum ég vera latur bloggari en það verður þá bara að hafa það hehe.
Þessi bloggáhugi kemur og fer hjá mér, stundum er ég í stuði til að skrifa upp á hvern dag en svo koma tímabil sem ég nenni ekki að sinna þessu sem skildi.
En hvað sem því líður þá er og verður þetta svona ;).

Vírus hefur verið hinn kátasti síðan við komum um borð, að vísu virtist hann vera aðeins hvekktur fyrst þegar við komum en það rjátlaði fljótt af honum, það var búið að ganga ýmislegt á hjá litla greyinu síðustu tvo mánuði, hann hafði strokið(tínst) tvisvar, annað skiptið í sólarhring en hitt skiptið í fjóra daga.
Eftir seinna strokið var hann illa til reika skítugur og soltin, en Pavel loftskeytamaður þreif hann og huggaði svo hann var fljótur að jafna sig. Núna er hann farin að fara stutta rannsóknartúra fram á bakka og í næsta umhverfi brúarinnar en er mjög var um sig á þessum ferðalögum og fer ekki langt, eitt skref í einu þykir honum sennilega farsælast af fenginni reynslu úr fyrri ferðalögum.
Honum þykir ákaflega gott að kúra í skipstjórastólnum og í fanginu á okkur, hann er mikið kúri og kelidýr og það er ekki til neitt illt í honum, ég fæ t.d að klippa á honum klærnar með naglaklippum án þess að hann pirri sig neitt á því, held bara að honum líki vel að fá svona fótsnyrtingu af og til ;).
Annars er ekki mikið í fréttum héðan, hér er hver dagur öðrum líkur og ekki mikið sem brýtur upp normalið.
Mynd dagsins er af Loðdýrinu í djúpri íhugun, svo setti ég nokkrar myndir inn í albúmið myndir af sjónum.
Læt þetta nægja í bili.

Vona að þið hafið það sem best og munið eftir brosinu, ástæðulaust að hengslast áfram með hausinn ofan í bringu ;)

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Aldursgreining !!!

Gunnar ákvað að fá sér smá andlitslyftingu fyrir afmælisdaginn sinn. Hann
eyddi 500.000 kr. í aðgerðina, og var bara mjög sáttur við árangurinn. Á
leiðinni heim stoppar hann hjá blaðasala, og kaupir DV.

Áður en hann yfirgaf blaðasalann, segir hann við hann: "ég vona að þér sé
sama, þó ég spyrji, en hvað heldur þú að ég sé gamall Svona ca. 35 ára",
segir blaðasalinn. "Ég er nú raunverulega 47 ára", segir Gunnar, mjög stoltur.

Hann kom við á McDonalds á heimleiðinni, og spurði afgreiðslustúlkuna sömu
spurningar. Hún svaraði að bragði: "þú ert örugglega ekki degi eldri en 29
ára". "Ég er nú samt 47 ára", og nú leið okkar manni virkilega vel.

Á meðan hann beið eftir strætó, spurði hann gamla konu sömu spurningar.
Hún
sagði: "ég er nú orðin 85 ára gömul, og sjónin er aðeins farin að gefa
sig". "En þegar ég var yngri, kunni ég pottþétta aðferð til að segja til
um
aldur manna". "Ef ég set höndina niður í nærbuxurnar, og leik mér að
eistunum í tíu/ellefu mínútur, þá get ég sagt nákvæmlega hvað þú ert gamall".

Gunnar leit í kringum sig, og sá engan, svo hann hugsaði með sér, ætli
maður
hafi ekki einhvern tíman gert eitthvað verra en þetta". Sú gamla rennir
hendinni niður í nærbuxurnar. Tíu/ellefu mínútum seinna, segir sú
gamla: " OK ég er tilbúinn, þú ert 47 ára".

Stynjandi segir Gunnar "þetta er frábært, hvernig fórstu að þessu?". Sú
gamla horfði rólega á hann og svaraði: " ég var fyrir aftan þig á
McDonalds.
Nafnlaus sagði…
Takk fyrir þennan, ekkert að því að fá einn og einn brandara á commentið :)

Vinsælar færslur af þessu bloggi