..::Hraðakstur bannaður::..
Guðmundur Sævarson trollgúrú er hérna á nýja fína rústbankaranum, myndin segir nánast allt sem þarf hehe.

Á þessari græju er félaginn búin að hamast nótt sem nýtan dag undanfarið.

Gummi sagði mér í trúnaði að hann hefði verið að fikta eitthvað í mælaborðinu og þá fundið út að tækið væri einnig útbúið bónvél og parketslípara, nú þurfum við bara trédekk eins og á Moonsund svo maður geti prófað parketslíparann,og ég verð fljótur að bóna borðsalinn sagði félaginn skælbrosandi ;), hann mátti ekkert vera að því að tala meira við mig og brunaði af stað..

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Gleðilegt sumar elsku Hörður,og takk fyrir veturinn.Sólin skín á okkur í dag en það er samt frekar kalt.
Nafnlaus sagði…
Þið þurfið nú að photoshopa betur en
þetta.Enda heitir þetta tæki sláttuvél...Minnir mann á eitt gott partý i den.Þar sem rýgjateppi i stofu einni fekk smá snyrtingu,með
svipaðri græju.Annars góðir..
kv pallk
Nafnlaus sagði…
Ok, en þetta er samt spor í rétta átt í myndashoppinu, gert á mettíma.
Vanda mig betur næst, ég lofa :).

Vinsælar færslur af þessu bloggi