..::Þetta er nú meiri steypan!::..
Jæja þá er tími á nokkrar línur.
Líf okkar hérna er kannski ekki svo mikið frábrugðið því sem flestir eru að bardúsa við svona allmennt, við eyðum drjúgum tíma í að laga og betrumbæta skipið.
Kannski er þetta eitthvað svipað því sem allir kannast við sem reynt hafa að koma sér upp húskofa, það er endless story og alltaf hægt að betrumbæta eða fegra umhverfið eitthvað.
Oft er það nú betri helmingurinn sem ýtir okkur í framkvæmdir þó það sé ekki einhlýtt, en hér um borð eru engar eiginkonur, sambýliskonur eða kærustur til að ýta okkur áfram svo við verðum bara að finna þetta hjá okkur sjálfum, það gengur bara býsna vel hehe.

Ég var agalega montin yfir því að vera búin að taka bílskúrinn heima hjá mér og mála í hólf og gólf í fríinu, en það eru bara smámunir í samanburði við það sem Gummi er búin að vera að gera í bílskúrnum(netaverkstæðinu) sínu hérna um borð, hann er búin að rúnta á rústbankaranum fram og aftur um bílskúrsgólfið í viku og nú er kappinn búin að mála gólfið (sjá mynd), þetta er orðið eins og glansmynd hjá kappanum hehe :).

Flísalögnin er á svífandi sving og stjórnar Reynir þessu eins og honum einum er lagið, ekkert helv... gauf og þetta er drifið áfram með trukki og dýfu, ef honum finnst þetta missa damp þá tekur hann til hendinni og sýnir mönnum hvernig á að koma þessu áfram.
Í gær var rifinn dúkurinn af síðasta stiganum en það er einmitt stiginn upp í brú, eitthvað var undirlagið orðið dapurt svo það var brotið burt og því mokað í hafið, svo mætti Reynir með steypihrærivélina og steypti í stæðstu götin.
Auðvitað var gangveginum lokað svo menn færu ekki að æða ofan í blauta steypuna, en það eru ekki allir læsir hérna um borð og fjórfætlingurinn okkar var búin að skoða þetta eitthvað áður en þetta stífnaði hehe, þrjú lítil fótspor voru í steypunni þegar ég leit niður í stigann seint í gærkvöldi, kannski hefur krílið einhvertímann horft á Hollywood stjörnurnar þegar þær eru að setja mark sitt í stjörnustéttina og ekki viljað vera minni ;), en þetta breytti engu því það á eftir að flota yfir þetta.

Annars er ekki mikið í fréttum af okkur.
Set nokkrar myndir inn á myndasíðuna.
Mynd dagsins er af adrenalínfíklinum okkar á fullu gasi.

Bið allar góðar vættir að vaka yfir ykkur.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Aldrei rífast við konu sem les......
Hjón í sumarfríi fóru í bústað á Þingvallavatni. Eiginmanninum fannst best að veiða við sólarupprás. Konunni fannst gaman að lesa. Einn morgun snýr eiginmaðurinn aftur eftir nokkurra klukkustunda veiðar og ákveður að leggja sig. Þó konan þekki ekki vel til á Þingvöllum ákveður hún að fara á bátnum og sigla út á vatnið. Hún siglir stutta vegalengd út á vatnið, setur út akkerið og kemur sér vel fyrir og fer að lesa bók. Stuttu seinna kemur veiðivörður siglandi að henni á bát sínum. "Góðan daginn frú, hvað ert þú að gera?" spyr hann. "Ég er að lesa bók" svarar hún (og hugsar með sér hvort það sé ekki augljóst!). "Þú ert á lokuðu veiðisvæði" segir vörðurinn. "Fyrirgefðu en ég er ekki að veiða, ég er að lesa" segir hún. "Já" svarar hann, "En þú ert með allar græjur, hvað veit ég nema að þú farir að veiða eftir skamma stund. Ég verð að fá þig í land svo ég geti gert skýrslu um þetta". "Ef þú gerir það þá verð ég að kæra þig fyrir nauðgun!" svarar hún þá. "En ég hef ekki snert þig " segir vörðurinn forviða. "Það er rétt en þú hefur allar græjur og hvað veit ég nema að þú byrjir eftir skamma stund". "Hafðu það gott í dag frú" sagði vörðurinn og sigldi á brott.
Boðskapur sögunnar: Aldrei rífast við konu sem les. Það er mjög líklegt að hún geti líka hugsað !!
Nafnlaus sagði…
Þessi var góður :), betra að hafa þetta hugfast.
Nafnlaus sagði…
Fyrst segir sá dökkhærði - konan mín er svo undarleg, það var
nautakjötsútsala í Hagkaup um daginn og hún keypti 50 kg af kjöti og
við sem eigum ekki einu sinni frystikistu. Nú liggur allt þetta kjöt
í þvottahúsinu og við komumst örugglega ekki yfir að éta það áður en
það skemmist.


Þá segir sá rauðhærði - konan mín er svo klikkuð, það var útsala á
notuðum bílum um daginn og hún keypti sér Toyotu og hún er ekki einu
sinni með bílpróf. Nú stendur bíllinn bara framan við húsið okkar óhreyfður.

Þá var ljóshærði karlinn farinn að veltast um af hlátri og segir við
félaga sína - ykkur finnst konurnar ykkar ekki gáfulegar, þið ættuð
þá að vita hvernig mín er. Hún er úti á Grikklandi með saumaklúbbnum
sínum, ha, ha, ha,
og hvað haldið þið að hún hafi tekið með sér, ha, ha, ha. Hún tók með
sér 50 pakka af smokkum og hún sem er ekki einu sinni með typpi.
Nafnlaus sagði…
Vitringarnir
Kona kemur til læknisins með 16 ára dóttur sína.

"Jæja, frú Jóna," segir læknirinn, "hvert er vandamálið?"

"Það er varðandi dóttur mín, hana Döggu, hún er alltaf að fá þessa fíkn í vissar matartegundir, fitnar og er stöðugt með ógleði á morgnana."

Læknirinn skoðar Döggu vandlega og snýr sér svo að móðurinni og segir:

"Ja, ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að segja þér þetta, en málið er það að Dagga er ófrísk - ég giska á að hún sé komin 4 mánuði á leið."

"Ófrísk?!" svarar móðirin, "það getur ekki verið. Hún hefur aldrei nokkurn tíma verið skilin ein eftir með karlmanni! Er það nokkuð, Dagga?"

"Nei, mamma," svarar Dagga. "Ég hef ekki einu sinni kysst karlmann!"

Læknirinn gengur út að glugganum og starir rannsakandi út um hann. Það líða nærri fimm mínútur án þess að hann segi nokkuð, svo móðirin spyr:

"Er eitthvað að þarna úti, læknir?"

"Nei, í rauninni ekki," svarar hann. "Bara það að þegar svona nokkuð gerðist síðast þá birtist stjarna í austrinu og þrír vitringar komu yfir hæðina. Það er sko á hreinu að ég ætla ekki að missa af því.
Nafnlaus sagði…
Það er sko ekkert að því að fá svona skemmtiefni á commentið, lífgar upp grámygluna hehe.
Nafnlaus sagði…
Drukkinn maður gengur inn á bar þar sem mótorhjólagengi heldur til, sest við barinn og pantar sjúss.

Hann lítur í kring um sig og sér þrjá mótorhjólatöffara sitjandi við borð.

Hann stendur upp, staulast að borðinu, hallar sér fram, horfist í augu við stærsta, illvígasta mótorhjólatöffarann og segir: "Ég kom við hjá ömmu þinni í dag og ég sá hana á ganginum kviknakta. Maður minn, hún er stykki sem stingandi er í!"

Mótorhjólatöffarinn horfir á hann og segir ekki orð. Félagar hans eru undrandi, því hann er hörkunagli og er vanur, að efna til slagsmála út af litlu tilefni.

Sá fulli hallar sér yfir borðið aftur og segir: "Ég fékk það hjá ömmu þinni og hún er góð í rúminu, sú besta se ég hef nokkur tíma prófað!"

Félagar mótorhjólatöffarans eru að verða alveg brjálaðir úr reiði, en mótorhjólatöffarinn segir ekki orð.

Sá fulli hallar sér yfir borðið einu sinni enn og segir, "Ég skal segja þér svolítið annað, drengur minn, ömmu þinni fannst það helvíti gott!"

Þá stendur mótorhjólatöffarinn upp, tekur um axlirnar á þeim fulla,

Horfist í augun á honum og segir...........

"Afi,....... Farðu heim, þú ert fullur
_____

Vinsælar færslur af þessu bloggi