..::Jörð kallar Sírius via orange box::..
Það hefur orðið býsna mikil þróun í fjarskiptum undanfarna áratugi, að því komumst við Halli í gær þegar Loftur(loftskeytamaðurinn) kom með einhvern appelsínugulan kassa og spurði hvort hann mætti ekki henda þessu.
Við nánari athugun kom í ljós að þetta var neyðartalstöð úr bjargbát sem var fjarlægður í síðasta slipp, auðvitað kom ekki annað til en að opna kassann og kynna sér græjuna.
Í ljós kom þessi líka fína fjarskiptamiðstöð með hand/fótstignum orkugjafa og pilot hedsetti.
Það þarf ekkert að virkja nema þann sem nota stöðina, og mengunin fer eftir því hvað viðkomandi er ákveðin í að snúa rafalanum, auðvitað væri hægt að fá sér þræl til að snúa en ég mæli frekar með að menn sjái um þetta sjálfir.
Það mætti athuga þessa orkulausn fyrir hið almenna símkerfi, þá þyrftu sumir aldrei að fara í ræktina hehe .
Alveg tilvalið fyrir vinstri aða hægri græna, 100% umhverfisvænt .
En eftir að við höfðum prófað græjuna þá kom ekki til greina að henda henni, þetta er safngripur sem alls ekki má farga :).

Sjóli kom til okkar í gærkvöldi færandi hendi að venju, hann var að koma með utanborðsmótorinn okkar úr viðgerð.
Svo skiptumst við á fóðri, Kristján kokkur á Sjólanum var búin að steikja fyrir okkur kleinur og fékk fisk í staðin ;), þeir eru algjörir snillingar strákarnir á Sjólanum, nú eru kleinur með kaffisopanum í brúnni.
Vírus borðaði hjá mér kleinu í gærkvöldi og var ekki að sjá annað á kappanum en að hann væri ánægður með hvað vel tókst til hjá kokknum á Sjólanum.

Bjartur á Betunni sendi mér nokkrar myndir á mailinu í gær og ég ætla að stelast til að setja tvær af þeim inn á myndasíðuna ásamt nokkrum öðrum úr lífinu um borð.

Mynd dagsins er af okkur Vírusi..............

Þetta verður að duga ykkur í bili.

Bið heilladísirnar að strá yfir ykkur gleði og hamingjuryki, munið eftir brosinu...... lífið er allt of stutt til að eyða því í fílu.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Að ráða í starfið
Starfsmannastjórinn þurfti að ráða í eina stöðu og eftir að hafa farið
yfir umsóknirnar stóðu eftir fjórir umsækjendur sem allir voru jafn hæfir.

Hann ákvað að boða alla á sinn fund og spyrja einnar spurningar. Svörin
myndu ákvarða hver fengi vinnuna.

Dagurinn rennur upp og allir fjórir umsækjendurnir eru saman komnir í
fundarherbergi fyrirtækisins og starfsmannastjórinn spyr: \\\"Hvað er það
hraðasta sem þið vitið um?\\\"

Sá fyrsti svarar: \\\"Hugsun. Mannshugurinn virkar ótrúlega hratt og maður
getur fengið ótrúlegustu hugmyndir á nokkrum sekúndum.\\\"

\\\"Mjög gott!\\\" segir starfsmannastjórinn. \\\"Og þú?\\\" spyr hann umsækjanda
númer tvö.

\\\"Hmm... látum okkur sjá. Blikk augans. Það kemur og fer án þess að þú
þurfir að hugsa um það.\\\"

\\\"Frábært!\\\" segir starfsmannastjórinn. \\\"Augnablik er einmitt mjög oft
notað sem mælikvarði á eitthvað sem gerist mjög hratt.\\\"

Hann snýr sér svo að þeim þriðja sem er tilbúinn með svar:

\\\"Það hlýtur að vera hraði ljóssins,\\\" segir hann, \\\"til dæmis, þegar ég er
að fara út í bílskúr, þá nota ég kveikjarann sem er við útidyrnar og áður
en ég get blikkað augunum, þá er ljósið komið á úti í bílskúr. Hraði ljóssins er það hraðasta sem ég þekki.\\\"

Starfsmannastjórinn var yfir sig hrifinn og hélt hann hefði fundið sinn
mann. \\\"Það er erfitt að slá út hraða ljóssins.\\\" Þessu næst snýr hann sér að fjórða og síðasta umsækjandanum.

\\\"Það er augljóst fyrir mér að það hraðasta í heimi er niðurgangur.\\\"

\\\"Ha?\\\" spyr starfsmannastjórinn, steinhissa á svarinu.

\\\"Bíddu, leyfðu mér að útskýra. Sjáðu til, um daginn leið mér ekki vel og
dreif mig á klósettið. En áður en ég gat hugsað, blikkað eða kveikt ljósin, þá var ég búinn að drulla í buxurnar.\\\"

Vinsælar færslur af þessu bloggi