..::Hjá sumum er þetta áhyggjulaust::..
Það er misjafnt hvað við erum að hafa miklar áhyggjur af líðandi stund, sumir eru alltaf að farast úr áhyggjum á meðan aðrir gefa skít í allt og alla og þjösnast sínar eigin leiðir.
Kisinn okkar er einn af þeim sem er ekki að gera sér mikla rellu yfir hlutunum, fyrir hann er nóg að hafa vatn og eitthvað að éta, það skemmir svo ekki fyrir ef einhver nennir að kjassa hann og klóra við og við og þá er þetta komið og lífið fullkomið.

Annars er það nú einhvernvegin þannig að það er sama hvort menn hafa áhyggjur eða ekki, hlutirnir fara einhvernvegin á endanum og oft allt öðruvísi en maður hefði ætlað að þeir yrðu.

En aftur að þeim áhyggjulausa, krílið fer út þegar sólin kemur upp og liggur svo og lætur sólina baka sig fram undir fimm sex, þá kemur hann inn og fær sér eitthvað í svanginn og vill svo láta stússa eitthvað við sig, það felst þá aðallega í klóri og klappi.

Af flísalögn er það að frétta að hún gengur bara fínt, Reynir er búin að leggja á vinnslustjóraskrifstofuna og stigamaðurinn minn er tæplega hálfnaður með upp-niðurganginn úr brúnni.

Mynd dagsins er af Vírusi í andlegri íhugun, krúttlegt hvernig hann leggur loppuna yfir trýnið.

Svo vill ég nota tækifærið og þakka NAFNLAUSA commentaranum fyrir brandarana, þeir eru fínir og ég hef reglulega gaman af þeim :), hlakka til að sjá fleiri ;);).

Einhverjar nýjar myndir hafa ratað inn á myndasíðuna,

Þá er þetta komið í dag.

Megi Guð og gæfan fylgja ykkur hvert sem þið farið...............

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi