Færslur

..::Bið::.. Hafið þið einhvertímann tekið eftir því að líf okkar einkennist af endalausri bið, það er alltaf verið að bíða eftir einhverju. Það er sama hvar maður drepur niður niðurstaðan er alltaf bið og gæti ég endalaust talið upp þessa hluti, núna erum við t.d að bíða eftir því að þessu stími verðið lokið, ég er að bíða eftir matnum, stefnubreytingu og að vaktin verði búin o.s.f.v. En hvað um alla þessa bið sendum hana afturfyrir og komum að ferðalaginu. Já það er búið að ganga á ýmsu á landleiðinni og virðist það alltaf vera okkur í óhag, staumar og vindar breytast jafnóðum og maður telur sig vera búin að finna endanlega lausn á stjórnunarvandamáli dollunnar ;), og þá verður að breyta afstöðu þyngd og fl. Maður á í fullu fangi við að hugsa upp ný ráð við utanaðkomandi orsökum sem hrekja okkur út af stefnunni ;(. Það er kannski verið að reyna að brjóta mann niður með öllu þessu mótlæti en þeim skal ekki verða kápan úr því klæðinu, og ég skal koma þessari dollu að landi hjálpa...
..::Stjórnlaus::.. Í gær var ég svo yfirkeyrður af verkefnum að ég hafði hvorki tíma né orku til að standa í bloggi ;). Það sem að var, var að stýrisbúnaður skipsins varð óvirkur, annaðhvort datt stýrið af eða stamminn og eða flangs gaf sig ;(. Þá voru góð ráð af skornum skammti, en þar sem ekki kom til greina að láta þetta beygja sig þá var farið í að útbúa neyðarstýri úr hopparalengjum sem svo var stjórnað með togvindunum. Vegna veðurs og strauma gekk það ekki sem skyldi og varð ferilinn eftir okkur all strautlegur og stefnan var nær New York heldur en Newfy ;(. Þá var prufað að nota annan hlerann og lengjurnar, það gekk en var ekki nógu gott heldur. Á endanum var trollið notað og gekk það þokkalega þangað til í morgun að straumar og veður höfnuðu þessari aðferð okkar ,(. Einnig var fyrirsjáanlegt að kanadíska strandgæslan leifði okkur ekki að nota trollið sem stýri í lögsögunni, svo að við sáum okkar sæng útbreidda í að finna upp nýjar aðferðir til að stjórna dósinni og var b...
10.09.2003 ..::Straumur::.. Í dag erum við komnir í austurkantinn og hér er bullandi straumur og vindsperringur og erfitt að eiga við þetta, ofan á þetta bætist svo lítil veiði ;(. Ekki veit ég hvort þetta blogg mitt skilar sér á leiðarenda því að svo virðist vera sem að það sé allur gangur á því hvort e-mail komist á leiðarenda upp á síðkastið. En við erum sprækir hérna og okkur líður ágætlega þrátt fyrir fréttaþurrðina. Aflinn mætti samt vera meiri og veðrið betra en það er nú eins og það er ;). Læt þetta duga í dag..... Smá smurning á skemmtilegurnar......... One day a little girl goes up to her mom and asks her how old she is. "That's not something adults like to tell," her mother replies.Then the little girl asks her mother how much she weighs. "That's not something adults like to talk about, honey" she replies."How come you and daddy got a divorce?" the little girl asks. "We don't like to talk about that either, ho...
09.09.2003 ..::Rækjusalat::.. Nú er það svart ;) ég rétt næ að fiska í rækjusalatið hjá kokknum ,). Kokkurinn útbjó þetta fína rækjusalat í dag, vélstjórinn sagði mér svo seinna að hann hefði verið komin út á hálan ís þegar hann ætlaði að fá sér af salatinu, kokkurinn kom sótillur og sagði honum að þetta salat væri eingöngu handa skipstjóranum og aðrir ættu að láta það í friði ;). Já það er vandlifað í þessari veröld en skilaboðin voru skýr og ég held satt best að segja að flestir hafi gaman af þessari vitleysu í kokknum. Ekki urðu væntingarnar með skekkjunemann að veruleika en einhverra hluta vegna þá virkaði þetta alveg þveröfugt við það sem það átti að gera ;(, en við því er lítið að gera. Það er farið að kræla á haustinu og logndögunum er greinilega að fækka, í dag er ágætisveður en smá norðan golukaldi. Í dag var fyrsti dagurinn hjá Guðnýu í skólanum ,) og ef mer er ekki farið að förlast þeim meir þá á Telma systir mín afmæli í dag ;) “til hamingju með daginn Telma”. Í kv...
08.09.2003 ..::Bræla::.. Það var bara drullubræla á þúfunni í morgun þegar við mættum svo að við dokuðum aðeins við með að hósta druslunni út meðan mesti gusturinn hjaðnaði. Ekki var aflinn úr fyrra halinu merkilegur en þetta virðist samt allt virka og ekki var annað að sjá annað en að autotrolli og skekkjunemanum kæmi bara ágætlega saman ;). En því miður þá framleiðir þessi búnaður ekki rækju svo að það þarf að hafa aðeins fyrir þessu ;). Seinnipartinn er svo allur blástur bak og burt og komið fínasta veður ;). Að öðru leiti er þetta svipað og aðrir dagar, hefur sínar sorgir og gleði ;). Við erum samt bjartsýnir á framtíðina og ætlum ekkert að leggjast í volæði á fyrsta degi ;). Drífum okkur frekar í skemmtilegurnar!.................. Kýr bónda eins austanfjalls hafði rifið kviðinn illa a girðingu og hann hringdi í dýralækni, sá var upptekinn og sagði bónda að setja grisju á sárið og hann myndi lita til hans seinna. Bóndi sagðist ekki eiga neina grisju, þá sagði dýralæ...
..::Vinna::.. Fyrsti dagur í seinni hálfleik einkennist af vinnu og aftur vinnu ;) en dekkenglarnir mínir eru búnir að vera kófsveittir í trollinu í allan dag og er þetta allt á réttri leið ;). Já hægt og bítandi seiglumst við upp brekkuna bröttu og á endanum ætlum við okkur að komast alla leiðina upp, en þetta flokkast kannski ekki undir skemmtigöngu og oft erum við búnir að detta og renna á rassgatinu einhvern spotta til baka, en það er á gönguplaninu að gefast ekki upp og á endanum ætlum við okkur að ná alla leiðina upp ;). Það liggur fyrir okkur nokkuð spennandi verkefni sem felst í því að í þessum túr ætlum við að prófa skekkju og straumhraðanema frá Scanmar, en nýja Scantrol autotrollið getur unnið sjálfvirkt eftir upplýsingum frá þessum nema og spennandi verður að sjá hvernig þetta plummar sig saman. Þetta virkar þannig að neminn sendir upplýsingar um straum inn í trollið ásamt upplýsingum um hliðarstraum, svo á autoið að passa upp á að halda trollinu réttu í sjónum, burtséð ...
..::Flognir::.. Jæja þá erum við flognir af stað aftur en við slepptum í gærkvöldi og gusuðumst af stað. Í dag er þokusuddi og smá goluskratti en yfir okkur vofa einhverjar leifar af fellibil sem eiga víst að ganga yfir fljótlega, vonandi verður eitthvað minna úr þessu veðri. Hvað um það haustið er greinilega á leiðinni og sumarið á hröðu undanhaldi. Læt þetta duga núna. Bið Guðs engla að flögra yfir ykkur.
..::Basl::.. Ekki ætlar það að ganga þrautalaust að fá í skipið, það eru hver mistökin ofan á önnur sem lengja þetta hjá okkur. Ekki vantar að það er nóg af rækjunni en þá gengur alls ekki neitt að koma henni í gegn og allt gengur á afturfótunum. En það verður ekki farið í land fyrr dollan verður full svo einfalt er það, arrg.. Það væri gaman að vita hvað við höfum gert almættinu til að eiga þennan bullshit skilið sínkt og heilagt. Og ekki bætir úr skák að nú er farið að blása á okkur svo líklega liggur fyrir að pjakka á móti einhverjum kaldaskít á landleiðinni ;). Maður verður samt að reina að vera jákvæður og leita að einhverjum ljósum punktum, það þarf það mikla jákvæðni í þetta verkefni að maður yrði sennilega dæmdur geðveikur ef þetta yrði rannsakað eitthvað nánar.. En vonandi vaknar maður upp úr þessari martröð einhvern daginn og þá verður gaman að lifa, er ekki sagt að maður kunni svo miklu betur að njóta góðu stundanna ef maður hefur mætt einhverju mótlæti?. Ég er búin ...
..:::)::.. Það má segja að veðrið hafi skartað sýnu besta í dag en það er búið að vera glampandi sól og hafflöturinn eins og spegill ;). Veiðarnar ha humm svona la la ;). Veru okkar á hattinum er lokið þennan túrinn er lokið. Nú göslast dollan áfram á öllu sem hún á í átt að næsta veiðisvæði sem liggur rétt utan 200sjómílna lögsögu Kanadamanna og nefnist 3L, þar ætlum við að eyða síðasta veiðidegi þessarar ferðar og freista þess fylla dolluna ;) God help us ;).. Áðan þegar trollið kom inn hafði sjófuglsungi sem ég kann ekki að nefna fest í belgnum og greinilega hálfdrukknað, ég fór niður á dekk og losaði veslinginn úr trollinu og fór með hann upp í sólina og bakaði hann aðeins. Hann var ósköp blautur og dasaður litla greyið en virtist óbrotin og í lagi. Þegar hann var búin að fá almenna læknisskoðun hjá mér þá sleppti ég honum og var ekki annað að sjá en að hann ætlaði að plumma sig ;), það gefur manni alveg ótrúlega mikið að geta hjálpað öðrum og það þar ekki endilega að vera manns...
..::Kaldaskítur::.. Það er búið að vera leiðindaveður á okkur seinnipartinn í dag og eftir allt góða veðrið þá fokkum við þetta undir kaldaskít ;). Veiðin hefur lítið lagast hjá okkur og alltaf herðist á snörunni sem maður hangir í en við lifum enn í voninni ;) “það hlýtur að vera ungi einhverstaðar ;)”. Hannes og Juri eru búnir að vera sveittir yfir suðupottinum og flokkaranum seinnipartinn en þessar græjur þurftu víst einhverja aðhlynningu og alúð. Eftir því sem mér skilst á kollegum mínum á hinum skipunum þá eru flestir á flótta undan smárækjunni sem virðist vera að flæða yfir allt ;(. En þá er bara að setja í bjartsýnisgírinn og nú treystum við á að allt verði orðið gott þegar við komum út í næsta túr ;) það er alveg með ólíkindum hvað maður drífur í bjartsýnisgírnum, mér finnst að þetta ætti að vera staðalbúnaður í hverju skipi ;). Í kvöld hágrétu englar himinsins yfir okkur, var það eins og hellt væri úr fötu yfir strákana mína þegar þeir voru að taka trollið og voru þeir ...
..::Heimsókn::.. Bongóblíða á okkur í dag og kæfandi hiti innanskips eins og undanfarnar vikur. Strákarnir á Eyborginni komu í heimsókn til okkar í dag og skiptumst við á einhverju sjónvarpsefni og lygasögum ;). Það er sama svækjan í vélinni á Eyborgu að sögn vélstjórans þar. 34-40°C og ekki verandi þar niðri ;). Eyborg er að fara af stað í land í kvöld og verður í Bay Roberts á mánudag. Veiðin er léleg þennan daginn eins og undanfarna daga “eyngull í reyf” heitir það víst á Færeysku ;). Það verður að taka vel á og mikið að breytast ef okkur á að takast að fylla holuna í þessum túr ;) en það er samt ekki tímabært að gefa upp vonina og við trúum því enn að það sé hægt að sarga það sem uppá vantar áður en yfir líkur ;). En hvað um það, það verður að taka þessa túra líka. Var í skeytasambandi við Sigga nágranna í dag en hann er á leið á Grænland á grálúðuveiðar og átti sólarhring eftir á miðin. Það er farið að verða lítið inni í brandarabankanum okkar og fer hann fljótlega á ha...
..::Tregt::.. Það er illa tregt hjá okkur þennan daginn, ekkert virðist vera í boði nema eitursmátt rusl sem engin vill kaupa, eða fiska nema Norðmenn. En það er víst fátt annað til ráða en að bíta á jaxlinn og vona að þetta skáni, annars sé ég nú ekki hvernig framtíð rækjuveiða á Flæmska verður ef Norðmenn halda uppteknum hætti við smárækjuna, þetta eru svo hrikalega afkastamikil skip, þeir hafa verið að vippa upp 35-40tonnum af smárækju á dag þegar best lætur. Já það eru ansi margir rækjueinstaklingar í þessum tölum, sjálfsagt hefur þessi mikla sókn Norðmanna í smárækjuna slæm áhrif á framtíð þessara veiða hérna. Eftir því sem Gróa á leiti hermir þá láta Norðmenn sér ekki nægja það svæði sem opið er á hattinum. Heldur liggja þeir inni í hólfinu sem lokað er á þeim forsendum að vermda smárækjuna. En það þarf ekki að kvarta yfir veðrinu það er blíða upp á hvern dag og hitinn fullmikill, en það styttist óðfluga í að haustið láti til sín taka. Kokkurinn er alltaf orðið með rækj...
..::Taka tvö::.. Ég var búin að skrifa þvílíka bjartsýnis bloggið áðan en fyrir einhverja meinloku þá lokaði ég því og gleymdi að vista “Puff” allt horfið. Það var ekki hægt annað en að brosa yfir þessu og þetta ætti að kenna manni þótt þetta sé ekki í fyrsta skipti sem þetta kemur fyrir ;). En það þíðir ekkert að væla yfir því og ekkert ráð annað en að byrja aftur ;). Það er suðaustangola sólarglenna og steikjandi hiti á okkur í dag, persónulega hefur mér fundist hitinn fullmikill þennan túrinn, sjávarhitinn 16-20°C og loftrakin mikill, þetta er eins og í gufubaði, sauna ala Flemmis ;). Aumingja vélaliðið mitt er alveg að bráðna, ég hef heyrt tölur frá 37°C og upp úr þegar heitast er í mótorhúsinu og verkstæðinu. Það er eitthvað að fjölga skipunum hérna hjá okkur á vestursvæðinu og er það aðallega Norsk skip, það er sjálfsagt eitthvað minna hjá þeim í hnerriduftinu í austurkantinum núna, þeir eru búnir að vera þar undanfarið og hefur ekki nægt þeim svæðið sem opið er því að sög...
..::Vinir::.. Stundum heldur maður að maður eigi vini, svo kemst maður að því að þeir sem maður hélt að væru vinir mans snúast gegn manni og gera manni allt sem þeir geta til miska. Oftar en ekki eru þessir falsvinir að þessu til að upphefja sjálfan sig á kostnað þess sem í sakleysi sýnu hélt að hann ætti trúan vin. Já maður verður að fara varlega í heimi mannvonsku og illsku, stundum breytist lítill sætur selkópur í rottu sem nagar og bítur. Í mínu tilfelli hef ég fyrirhitt nokkra falsvini á lífsleiðinni og ekki riðið feitum hesti frá þeim vinskap. Það getur verið erfitt að þekkja þá úr hópi hinna raunverulega vina, samt er það nú einhvern vegin þannig að falsvinirnir eru ekki til staðar þegar eitthvað bjátar á eða maður þarf raunverulega á þeim að halda. Ég er ekki í skapi til að skrifa meira í dag. Bið Guð og hans englahirð að passa ykkur fyrir falsvinum og loddurum.
..::Truth::.. Sannleikurinn er ekki alltaf það sem fólk vil heyra því er ver og miður, sumir vilja frekar ljúga að sjálfum sér og öðrum og lifa svo í einhverjum blekkingum um að lífið og tilveruna. Heiðarleiki í samskiptum og viðskiptum virðist löngu horfin út í buskann og keppist hver um annan þveran að klífa upp metorðastigann eftir bakinu á náunganum. Í viðskiptum hika menn ekki við að drulla yfir náungann ef þeir hafa einhverja von um að hagnast á því og þá skiptir engu hvor það er vinur systkini eða náunginn í næsta húsi. En nóg um heiðarleika, í bókinni góðu segir að allir uppskeri eins og þeir séu búnir að sá!. Ég ansi hræddur um að sumir verði fúlir á uppskeruhátíðinni ,). Þar síðustu nótt dreymdi mig undarlegan draum, ég var á siglingu með einhverjum öðrum á gúmmíbát, þetta var einhverstaðar nálægt ís og hélt ég að ég hefði séð pínulítinn selkóp. Ég teygði mig eftir honum og greip aftan í hann, þá snéri hann sér við, ég sé í sama mund að þetta er ekki selkópur heldur ROT...
..::Extra Small::.. Í morgun komum við til baka á hattinn aftur, það var bunandi straumur. Þessi veslingur sem við erum að göslast á átti öngva möguleika á að halda stefnu svo við hröktumst út á hyldýpi súrir og svekktir. Ekki dugði það okkur til að fá þó hið minnsta almennilega rækju sem yfirleitt heldur sig á dýpinu, nei magnið var svipað og hjá hinum sem voru grynnra en það taldi 40stk/kg hærra hjá okkur????? Já þetta er búið að vera svona hjá okkur undanfarið við virðumst alltaf fá mun smærri rækju en hin skipin og erum við algjörlega á gati yfir því, það meikan engan sens en svona er þetta bara,”Shit happens all the time on Erla”. Maður grætur í hljóði yfir þessu bulli og er alveg ráðalaus, það verður bara að grípa orðtiltæki á lofti sem Steinríkur flaggari notar við öll tækifæri “what can i do!”. Í gærkvöldi pillaði ég slatta af rækju og sullaði saman í rækjusalat. Georgíumaðurinn blóðheiti fylgdist grannt með og var yfir sig ánægður með framtak mitt ;). Í dag spreytti ha...
..::Weakness::.. Lífið í dósinni gengur sinn vanagang og ekki þarf að kvarta yfir veiðinni þennan daginn ;). Það er búið að vera þoka á okkur í allan dag og var hún svo svört á tímabili að ég hélt að við þyrftum að keyra í rassgatið á Eyborginni til að sjá hana þegar við sóttum til þeirra þrjú karton af líkkistunöglum, en það gekk dillandi vel og voru þiggjendurnir ægilega glaðir yfir því að geta haldið áfram að drepa sig í rólegheitunum á þessum óþverra. Það sem hæst ber í dag af þeim sóttum er hrjá þessa dollu er að mér finnst hún vera farin að þreytast mikið og mæðist hún mjög ef á eftir henni er rekið, er nú svo komið að frekar dregur af henni ef of mikið er rekið á eftir henni, heldur en að hún bæti við sig. Hefur henni förlast mikið síðan í vor og er ég nú orðin áhyggjufullur um að hún verði fljótlega það þróttlítil og sjúk að hún hafi ekki þrek til þess að draga á eftir sér drusluna, en vonandi fær hún nú einhverjar pillur við þessari sýkingu og jafnar sig. Það hlýtur að ve...
..::Frétta leysi::.. Þar sem ekki hefur náðst útvarp hjá okkur í tvo daga þá erum við óupplýstir um framvindu umhverfisslyssins hroðalega á Neskaupstað og Hvalveiðanna. Hvernig er þetta með hvalkjötið er landinn ekki farin að grilla? Ég vona bara ykkar vegna sem svo vel búið að geta nálgast hvalkjöt að þið séuð búin að grípa eitthvað á grillið. Svo er hrefnukjöt í raspi náttúrulega snilld, ég hlakka til að komast heim og gúffa í mig raspað hrefnukjöt með rabbaraarasultu soðnum jarðeplum og baunasalati. Það er grautfúlt að ekki skuli nást útvarp nema endrum og eins hjá okkur en vonandi lagast það í næsta túr.. Seinnipartinn í dag fór vindinn að lægja og núna er komið fínasta veður, smá slampandi en vindlaust. Ekki þarf að fjölyrða um veiðina en hún hefur ekkert skánað en við lifum í voninni, það verður að halda okkur á floti ;). Í kvöld er svo meiningin að skipta um veiðisvæði og freista gæfunnar á nýjum slóðum, hvort gæfa fylgir þeirri för verður svo að koma í ljós seinna en hv...
..::Sveiflur::.. Það eru sveiflur í þessari blessuðu veiði ein og veðrinu, en þessi drottins dagur verður víst að flokkast undir niðursveiflu ;(. Í dag er norðvestan golukaldi á hundaþúfunni en hlítt, sjórinn er 17°C og hitinn er ekki að hjálpa okkur þessa dagana, afköst frystikerfisins verða mun minni fyrir vikið og hráefnið er viðkvæmara og þolir illa bið í vinnslusölum dollunnar. Hanna Dóra litla systir sendi mér svolítinn fréttapistil í gærkvöldi sem að ég hafði ansi gaman af honum, en helmingurinn var á færeysku og skyldu félagar mínir ekkert hvernig ég fór að því að klóra mig í gegn um þetta, en það var ekki snúið enda eru þessi mál mjög lík. Ekki náðust fréttirnar í dag á stuttbylgjunni en við heyrðum af laxaveislunni á Norðfirði í gær, ég átta mig ekki á þessum látum, menn eru búnir að vera að missa eldislax úr kvíum í fleiri ár og það væri undarlegt kynferði ef ekki hefði orðið einhver blöndun á þessum stofnum fyrr. Ég skil heldur ekki þessa hreinræktunaráráttu, þetta e...
..::Leti::.. Sól og blíða í dag og veiðin þokkaleg aldrei þessu vant ;), vegna leti þá ætla ég ekki að hafa þetta mikið lengra í dag......... Eitthvað á skemmtilegurnar á ég samt. A zoo acquired a very rare species of gorilla. Within a few weeks, the gorilla, a female, became very horny, and difficult to handle. Upon examination, a veterinarian determined the problem: she was in heat. What to do? There was no male of this species available. While reflecting on their problem, the zoo administrators noticed Burl, an employee responsible for cleaning the animals' cages. Now Burl was rumored to possess ample ability to satisfy any female, and he wasn't very bright. So the zoo administrators thought they might entice Burl to satisfy the female gorilla. They approached him with a proposition: would he be willing to screw the gorilla for $500? Burl: I might be interested. Let me think it over. He entered the zoo administrators' office the following day. Burl: ...