Drullubræla það er orð dagsins, en það er búið að vera kolvitlaust veður hjá okkur í allan dag 20-27m/s frá því í morgun, það er helst núna um kvöldmatarleitið sem eitthvað er farið að dúra á þetta.
Ekki vildi ég vera kokkur á svona veltikollu, það hlýtur að vera hrikalega slítandi að reina að halda öllu í skorðum í eldhúsinu og elda mat í svona velting.
Við höfum lítið gert annað en að halda okkur í dag, með kjafti og klóm ;).
Það var ansi blautt á frænda á dekkinu í dag, en hann stendur sig eins og hetja þarna úti með þeim félögum og kvartar lítið.
Það er búið að vera bölvað ísböggl á skipunum sem hafa verið að koma úr landi og fara út frá Nufy, svo ég reikna með að við pjökkum af stað aðfarnótt mánudags og gefum okkur góðan tíma í þetta ferðalag, ekki veitir víst af tímanum, svo verður líklega einhver vestanfíla í nefið á dollunni ef kortið gengur eftir.
En það hlýtur að styttast í vorið og góða veðrið.
Þetta verður allt og sumt í dag.
Guð veri með ykkur.
<°((()>< Hörður ><()))°>
Ekki vildi ég vera kokkur á svona veltikollu, það hlýtur að vera hrikalega slítandi að reina að halda öllu í skorðum í eldhúsinu og elda mat í svona velting.
Við höfum lítið gert annað en að halda okkur í dag, með kjafti og klóm ;).
Það var ansi blautt á frænda á dekkinu í dag, en hann stendur sig eins og hetja þarna úti með þeim félögum og kvartar lítið.
Það er búið að vera bölvað ísböggl á skipunum sem hafa verið að koma úr landi og fara út frá Nufy, svo ég reikna með að við pjökkum af stað aðfarnótt mánudags og gefum okkur góðan tíma í þetta ferðalag, ekki veitir víst af tímanum, svo verður líklega einhver vestanfíla í nefið á dollunni ef kortið gengur eftir.
En það hlýtur að styttast í vorið og góða veðrið.
Þetta verður allt og sumt í dag.
Guð veri með ykkur.
<°((()>< Hörður ><()))°>
Ummæli