Loksins komst Hannes yfir í Arnarborgu en hann yfirgaf okkur í gærkvöldi og er hans sárt saknað, hann var á fullu í rafmagnsviðgerðum fram á síðustu stundu.
Þegar Hannes var farin þá hífðum við trollið en þegar lengjan var rétt komin inn þurfti að drepa á vélinni og urðum við að tuttla belginn inn á auto dælunni.
Vélstjórarnir voru svo að brasa í vélinni í alla nótt, og komst trollið ekki aftur í sjóinn fyrr en níu í morgun. Það var þokkalegt veður í morgun og kom Borgin með einn áhafnarmeðlim handa okkur úr landi og sótti pakka sem við komum með fyrir þá frá Íslandi. Fljótlega eftir að sá nýi kom fór að hvessa , um kaffileitið hífðum við svo trollið og þá flaut bölvaður pokinn upp og var aflinn nánast ekkert nema smákarfi arrg. En við því var litið að gera og eftir smá kipp var kastað aftur, enn hvessti og um fimmleitið var veðurhæðin komin upp í 25 m/s og vaxandi sjór. Já þetta ætlar ekki að verða endasleppt með veðrið, við höfum ekki náð einum heilum degi með góðu veðri síðan við fórum af stað að heiman, en kortið fyrir morgundaginn lítur ágætlega út ;).
Í dag er svo kyndingin búin að vera stríða okkur svo að það eru búnar að vera nokkrar hitasveiflur. Ég held að þessi nýi hafi gert sér einhverjar vonir um að hann væri að koma um borð í einhverja glæsifleytu og orðið fyrir einhverjum vonbrigðum með dolluna, ég spurði hann hvor hann hefði haldið að hann væri að fara um borð í
Ocean Queen og þá hætti hann þessu nölli. En hann vissi ekki að við köllum Erluna oft okkar á milli Ocean Queen ;).
Hvað um það, það er best að hætta þessu bulli og reyna að fara að gera eitthvað.
Bið Guð að passa ykkur.
<°((()>< Hörður ><()))°>
Þegar Hannes var farin þá hífðum við trollið en þegar lengjan var rétt komin inn þurfti að drepa á vélinni og urðum við að tuttla belginn inn á auto dælunni.
Vélstjórarnir voru svo að brasa í vélinni í alla nótt, og komst trollið ekki aftur í sjóinn fyrr en níu í morgun. Það var þokkalegt veður í morgun og kom Borgin með einn áhafnarmeðlim handa okkur úr landi og sótti pakka sem við komum með fyrir þá frá Íslandi. Fljótlega eftir að sá nýi kom fór að hvessa , um kaffileitið hífðum við svo trollið og þá flaut bölvaður pokinn upp og var aflinn nánast ekkert nema smákarfi arrg. En við því var litið að gera og eftir smá kipp var kastað aftur, enn hvessti og um fimmleitið var veðurhæðin komin upp í 25 m/s og vaxandi sjór. Já þetta ætlar ekki að verða endasleppt með veðrið, við höfum ekki náð einum heilum degi með góðu veðri síðan við fórum af stað að heiman, en kortið fyrir morgundaginn lítur ágætlega út ;).
Í dag er svo kyndingin búin að vera stríða okkur svo að það eru búnar að vera nokkrar hitasveiflur. Ég held að þessi nýi hafi gert sér einhverjar vonir um að hann væri að koma um borð í einhverja glæsifleytu og orðið fyrir einhverjum vonbrigðum með dolluna, ég spurði hann hvor hann hefði haldið að hann væri að fara um borð í
Ocean Queen og þá hætti hann þessu nölli. En hann vissi ekki að við köllum Erluna oft okkar á milli Ocean Queen ;).
Hvað um það, það er best að hætta þessu bulli og reyna að fara að gera eitthvað.
Bið Guð að passa ykkur.
<°((()>< Hörður ><()))°>
Ummæli