Eitthvað heilsaði þessi dagurinn okkur vel, en aldrei þessu vant þá var blíðuveður í morgun og sól þegar leið á daginn.
Við erum að basla í austurkanti með Andvara og er veiðin svona la la.
Höfðingjarnir á Andvara lánuðu okkur gamla höfuðlínustykkið sitt svo að núna erum við ekki blindir á trollinu lengur ;).
Maður þorir varla að minnast á það nema voða lágt, “en það hefur ekkert bilað hjá okkur í dag ;)”. En ég vona að þetta snúist ekki í höndunum á okkur og endi í einhverju basli.
Maður veit eiginlega ekki hvernig maður á að sér að vera maður er svo vanur orðin baslinu og vandræðunum, en vonandi erum við farnir að uppskera eftir allt erfiðið ;).
Annars hafa það allir gott, rafvirkinn sat frammi í borðsal áðan og spjallaði svo að hann er að hressast. En mikið rosalega er hann samt druslulegur karlanginn hann var nú ekki á barnskónum fyrir en núna lítur hann út fyrir að vera tuttugu árum eldri.
Við fengum uppgefin löndunarstaðin í dag og er það Bay Roberts, við vorum að vona að það yrði Hr.Grace en líklega er það bara út af því að þar þekktum við allt.
Það er þó almennilegur veitingarstaður í Bay Roberts smá verslunar moll, barir og eitthvað fl.
Jæja ég ætlaði að hafa þetta stutt í dag og hætti hérna.............
Bið Guð að passa ykkur.
<°((()>< Hörður ><()))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi