Ís, þoka og blíðviðri þannig mætti þessi dagurinn okkur á Erlunni, við erum enn á Nafo svæði 3L en ætlum að færa okkur yfir á Flæmska í kvöld.
Það er búið að vera reytingur í dag og gær svo að brúnin er aðeins léttari á mannskapnum. Það var tekin ákvörðun um að fresta landtöku okkar á Nýfundnalandi um tvo daga, svo við verðum ekki inni fyrr en á miðvikudag, þetta ver eitthvað út af varahlutasendingum frá Íslandi en þeir berast víst ekki fyrr en á fimmtudag.
Þetta breytti litlu fyrir okkur, gefur okkur bara aðeins meiri tíma til að reina að ná önglinum úr borunni á mér.
Miðstöðvarketilinn sagði upp störfum í gærkvöldi og tortímdi brennaranum svo illa að ég efast um að kraftaverkavélstjórinn okkar nái lífi í kyndinguna aftur ;(, en það þíðir nú lítið að væla yfir því og ekkert annað að gera en að taka fram kuldagallan og vera í honum ;), ég sé að þetta er miklu betra, maður var alltaf að drepast ofan í klofið á sér ef maður kíkti út þegar trollið var tekið, en eftir að maður fór að vera í kuldagallanum þá finnur maður enga breytingu á því að fara út og getur hangið þar og skipt sér af lon og don ;).
Góðverk dagsins var að við frændurnir fórum í að setja upp græjurnar hjá Jóni, og núna ætlum við vinirnir að ylja okkur á tónlistinni í klefanum hjá Jóni.
Annars hafa allir það fínt, meira að segja rafvirkinn kom aðeins út að vinna í gær, en hann er óttalegur ræfill karlgreyið og ekki bógur til stórræða, en vill samt reina að hjálpa til.
Þetta er það helsta úr langveiku Erlu í dag..............................
Bið engla Guðs að líta til með ykkur....
<°((()>< Hörður ><()))°>
Það er búið að vera reytingur í dag og gær svo að brúnin er aðeins léttari á mannskapnum. Það var tekin ákvörðun um að fresta landtöku okkar á Nýfundnalandi um tvo daga, svo við verðum ekki inni fyrr en á miðvikudag, þetta ver eitthvað út af varahlutasendingum frá Íslandi en þeir berast víst ekki fyrr en á fimmtudag.
Þetta breytti litlu fyrir okkur, gefur okkur bara aðeins meiri tíma til að reina að ná önglinum úr borunni á mér.
Miðstöðvarketilinn sagði upp störfum í gærkvöldi og tortímdi brennaranum svo illa að ég efast um að kraftaverkavélstjórinn okkar nái lífi í kyndinguna aftur ;(, en það þíðir nú lítið að væla yfir því og ekkert annað að gera en að taka fram kuldagallan og vera í honum ;), ég sé að þetta er miklu betra, maður var alltaf að drepast ofan í klofið á sér ef maður kíkti út þegar trollið var tekið, en eftir að maður fór að vera í kuldagallanum þá finnur maður enga breytingu á því að fara út og getur hangið þar og skipt sér af lon og don ;).
Góðverk dagsins var að við frændurnir fórum í að setja upp græjurnar hjá Jóni, og núna ætlum við vinirnir að ylja okkur á tónlistinni í klefanum hjá Jóni.
Annars hafa allir það fínt, meira að segja rafvirkinn kom aðeins út að vinna í gær, en hann er óttalegur ræfill karlgreyið og ekki bógur til stórræða, en vill samt reina að hjálpa til.
Þetta er það helsta úr langveiku Erlu í dag..............................
Bið engla Guðs að líta til með ykkur....
<°((()>< Hörður ><()))°>
Ummæli